Finnur Freyr: Ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri Kári Mímisson skrifar 30. nóvember 2023 22:05 Finnur Freyr var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Ég er mjög ánægður með karakterinn og að ná sigri hér í kvöld,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals strax að leik loknum þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10