Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2023 17:11 Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir mál Eddu Bjarkar á þeim stað sem það er vegna þess að hún hlýti ekki lögum. Stöð 2 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. Þrír drengir Eddu Bjarkar eru týndir en sagðir í „öruggum höndum“ af bæði lögmanni hennar og ættingjum. Drengirnir eru tíu ára og svo þrettán ára tvíburar. Enn á að fara fram aðfaraaðgerð til að koma drengjunum í umsjá föður þeirra en Sigríður segir hana ekki geta farið fram á meðan drengirnir eru týndir. Sýslumaður sér um að framkvæma slíkar aðgerðir. Edda var síðdegis í dag flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði af norskum yfirvöldum sem munu flytja hana til Noregs þar sem hún á að mæta í þingfestingu. Þar á hún að svara fyrir þær sakir að hafa flutt þrjá drengi sína til Íslands í mars í fyrra en faðir drengjanna fer með forsjá þeirra. Hún mátti því ekki taka þá til Íslands. Landsréttur kvað upp úrskurð síðdegis í dag er varðar gæsluvarðhald Eddu Bjarkar og er því ákvörðun um framsal hennar orðin endanleg samkvæmt lögum. „Við beitum okkur ekki nema við fáum ábendingar um hvar börnin eru. En það er ekkert að frétta hjá okkur eins og er,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að farið hafi fram mat á vilja barnanna fyrir aðfararaðgerðina sem átti að fara fram í október síðastliðnum segir Sigríður að það sé niðurstaða komin í málinu. „Það er komin dómsniðurstaða sem segir að þetta eigi að vera svona og við höfum ekki heimild til að fara í endurmat á því. Við höfum það hlutverk að tryggja að dómurinn verði fullnustaður og að farið sé farið eftir niðurstöðu hans.“ Hún segir að embættið framkvæmi aðgerðir sem þessar ávallt þannig að þær hafi sem minnst áhrif á börn og að þeirra hagsmuna sé gætt. Það sé niðurstaða tveggja dómsstiga að föður sé heimilt að taka börnin úr umráðum móður vegna þess að honum hafi verið úrskurðuð forsjá þeirra. En finnst þér kerfið virka þegar þetta endar svona? „Kerfið er að virka, en þegar fólk sættir sig ekki við niðurstöðu dómstóla þá verður það til þess að við lendum á þessum stað,“ segir Sigríður og ítrekar að hlutverk sýslumanns sé að koma á lögmætu ástandi. „Það er ólögmætt ástand núna, þegar börnin eru ekki þar sem þau eiga að vera samkvæmt dómi. Þetta ástand er vegna þess að dómsorði er ekki hlýtt en þetta eru auðvitað erfiðustu málin sem við tökumst á við. Það er alltaf betra að ekki þurfi að koma til svona aðgerða.“ Fjölskyldumál Dómsmál Noregur Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Þrír drengir Eddu Bjarkar eru týndir en sagðir í „öruggum höndum“ af bæði lögmanni hennar og ættingjum. Drengirnir eru tíu ára og svo þrettán ára tvíburar. Enn á að fara fram aðfaraaðgerð til að koma drengjunum í umsjá föður þeirra en Sigríður segir hana ekki geta farið fram á meðan drengirnir eru týndir. Sýslumaður sér um að framkvæma slíkar aðgerðir. Edda var síðdegis í dag flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði af norskum yfirvöldum sem munu flytja hana til Noregs þar sem hún á að mæta í þingfestingu. Þar á hún að svara fyrir þær sakir að hafa flutt þrjá drengi sína til Íslands í mars í fyrra en faðir drengjanna fer með forsjá þeirra. Hún mátti því ekki taka þá til Íslands. Landsréttur kvað upp úrskurð síðdegis í dag er varðar gæsluvarðhald Eddu Bjarkar og er því ákvörðun um framsal hennar orðin endanleg samkvæmt lögum. „Við beitum okkur ekki nema við fáum ábendingar um hvar börnin eru. En það er ekkert að frétta hjá okkur eins og er,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að farið hafi fram mat á vilja barnanna fyrir aðfararaðgerðina sem átti að fara fram í október síðastliðnum segir Sigríður að það sé niðurstaða komin í málinu. „Það er komin dómsniðurstaða sem segir að þetta eigi að vera svona og við höfum ekki heimild til að fara í endurmat á því. Við höfum það hlutverk að tryggja að dómurinn verði fullnustaður og að farið sé farið eftir niðurstöðu hans.“ Hún segir að embættið framkvæmi aðgerðir sem þessar ávallt þannig að þær hafi sem minnst áhrif á börn og að þeirra hagsmuna sé gætt. Það sé niðurstaða tveggja dómsstiga að föður sé heimilt að taka börnin úr umráðum móður vegna þess að honum hafi verið úrskurðuð forsjá þeirra. En finnst þér kerfið virka þegar þetta endar svona? „Kerfið er að virka, en þegar fólk sættir sig ekki við niðurstöðu dómstóla þá verður það til þess að við lendum á þessum stað,“ segir Sigríður og ítrekar að hlutverk sýslumanns sé að koma á lögmætu ástandi. „Það er ólögmætt ástand núna, þegar börnin eru ekki þar sem þau eiga að vera samkvæmt dómi. Þetta ástand er vegna þess að dómsorði er ekki hlýtt en þetta eru auðvitað erfiðustu málin sem við tökumst á við. Það er alltaf betra að ekki þurfi að koma til svona aðgerða.“
Fjölskyldumál Dómsmál Noregur Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. 1. desember 2023 11:25