Kláði, verkir, bólgur og sýkingar algeng vegna myglunnar á Reykjalundi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 18:30 Þær Árdís Björk Almarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, Halldóra Árnadóttir gjaldkeri, María Finnsdóttir félagsráðgjafi, Halldóra Árnadóttir, gjaldkeri, María Finnsdóttir ritari og Ásgerður hjúkrunarfræðingur stóðu allar í flutningum á Reykjalundi í dag vegna myglu. Vísir/Einar Tugir starfsmanna Reykjalundar þurftu að rýma húsnæði sitt í dag vegna myglu og lélegra loftgæða. Talið er að hluti þess sé ónýtt. Starfsfólk og sjúklingar hafa þurft frá að hverfa til skemmri og lengri tíma vegna veikinda. Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag. Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag.
Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira