„Kassann út og berum enga virðingu fyrir þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 15:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir fékk frumraun á HM í afmælisgjöf. Vísir/Valur Páll Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Frakkland á HM í dag. Leikmenn liðsins þurfi að mæta Frökkum af fullum krafti. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í fyrsta leik þar sem slæm byrjun hafði mikið að segja. Stelpurnar okkar sýndu mikinn karakter til að vinna sig inn í leikinn þó svo að úrslitin hafi ekki fallið með liðinu. „Ég var bara svo stolt af liðinu. Mér fannst við svo flottar að vinna okkur aftur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Jú sárt að vinna ekki leikinn eða ná jafntefli en fyrst og fremst ótrúlega stolt og það sýnir karakter að við getum komið til baka gegn svona sterku liði.“ segir Elín Jóna sem vonast til að mesti taugatitringurinn sé farinn eftir frumraunina. „Vonandi. Við verðum að sjá hvernig við gírum okkur í leikinn á móti Frakklandi, vonandi getum við strítt þeim og sýnt hvað í okkur býr.“ Klippa: Stolt af stelpunum Fá eitthvað út úr hverjum leik Ísland mæti þá ekki í leik dagsins til þess eins að taka þátt. „Við erum geggjað góðar og við viljum fá eitthvað út úr öllum leikjum. Ef ekki sigur eða jafntefli þá allavega eitthvað í reynslubankann. Við viljum gefa þeim leik þó við vitum að þær séu á pappírnum betri,“ „Ég býst við því að við setjum kassann út og berum enga virðingu fyrir þeim þegar komið er inn á völlinn,“ segir Elín Jóna. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. 30. nóvember 2023 22:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Slóveníu í fyrsta leik þar sem slæm byrjun hafði mikið að segja. Stelpurnar okkar sýndu mikinn karakter til að vinna sig inn í leikinn þó svo að úrslitin hafi ekki fallið með liðinu. „Ég var bara svo stolt af liðinu. Mér fannst við svo flottar að vinna okkur aftur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Jú sárt að vinna ekki leikinn eða ná jafntefli en fyrst og fremst ótrúlega stolt og það sýnir karakter að við getum komið til baka gegn svona sterku liði.“ segir Elín Jóna sem vonast til að mesti taugatitringurinn sé farinn eftir frumraunina. „Vonandi. Við verðum að sjá hvernig við gírum okkur í leikinn á móti Frakklandi, vonandi getum við strítt þeim og sýnt hvað í okkur býr.“ Klippa: Stolt af stelpunum Fá eitthvað út úr hverjum leik Ísland mæti þá ekki í leik dagsins til þess eins að taka þátt. „Við erum geggjað góðar og við viljum fá eitthvað út úr öllum leikjum. Ef ekki sigur eða jafntefli þá allavega eitthvað í reynslubankann. Við viljum gefa þeim leik þó við vitum að þær séu á pappírnum betri,“ „Ég býst við því að við setjum kassann út og berum enga virðingu fyrir þeim þegar komið er inn á völlinn,“ segir Elín Jóna. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. 30. nóvember 2023 22:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. 30. nóvember 2023 22:30