HM í handbolta: Gestgjafaþjóðirnar fögnuðu allar sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 21:02 Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs gegn Austurríki og tryggði þeim sæti í úrslitakeppninni. Vísir/EPA Allar þrjár gestgjafaþjóðir Heimsmeistaramótsins í handbolta stigu samtímis á gólf í kvöld og Spáni tókst að tryggja sig áfram upp úr riðlinum. HM í handbolta fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Þórir Hergeirsson stýrði norska liðinu til sigurs gegn Grænlandi í opnunarleik mótsins og aftur gegn Austurríki í kvöld sem tryggði þeim sæti í úrslitakepninni. Noregur tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni en næst leika þær úrslitaleik við S-Kóreu um efsta sætið. Þær eru að sjálfsögðu ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar og ætla sér alla leið á mótinu. Svíþjóð fór svo létt með Kína á heimavelli sínum í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu en með þeim í riðli eru Senegal og Króatía, sem gerðu jafntefli sín á milli fyrr í dag. Svíarnir voru mun líklegri til sigurs þegar spáð var í spilin fyrir leik, spáin raungerðist svo en þær sænsku áttu aldrei í vandræðum með þær kínversku. Kína er mætt til leiks á átjánda Heimsmeistaramótið sitt í röð, en hefur aldrei komist áfram í úrslitakeppninna. Danmörk lék sömuleiðis sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær tóku á móti Serbíu. Þær dönsku þykja sigurstranglegar á mótinu og sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn ungu og feykisterku liði Serba. Spáni tókst svo að tryggja sig áfram í úrslitakeppni mótsins með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þær byrjuðu mótið á afturfótunum og lentu í miklum vandræðum með Kasakhstan í fyrsta leiknum en sýndu snilli sína í kvöld. Þær leika næst hreinan úrslitaleik gegn Brasilíu um sigur í G-riðli. Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira
HM í handbolta fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Þórir Hergeirsson stýrði norska liðinu til sigurs gegn Grænlandi í opnunarleik mótsins og aftur gegn Austurríki í kvöld sem tryggði þeim sæti í úrslitakepninni. Noregur tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni en næst leika þær úrslitaleik við S-Kóreu um efsta sætið. Þær eru að sjálfsögðu ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar og ætla sér alla leið á mótinu. Svíþjóð fór svo létt með Kína á heimavelli sínum í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu en með þeim í riðli eru Senegal og Króatía, sem gerðu jafntefli sín á milli fyrr í dag. Svíarnir voru mun líklegri til sigurs þegar spáð var í spilin fyrir leik, spáin raungerðist svo en þær sænsku áttu aldrei í vandræðum með þær kínversku. Kína er mætt til leiks á átjánda Heimsmeistaramótið sitt í röð, en hefur aldrei komist áfram í úrslitakeppninna. Danmörk lék sömuleiðis sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær tóku á móti Serbíu. Þær dönsku þykja sigurstranglegar á mótinu og sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn ungu og feykisterku liði Serba. Spáni tókst svo að tryggja sig áfram í úrslitakeppni mótsins með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þær byrjuðu mótið á afturfótunum og lentu í miklum vandræðum með Kasakhstan í fyrsta leiknum en sýndu snilli sína í kvöld. Þær leika næst hreinan úrslitaleik gegn Brasilíu um sigur í G-riðli. Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri.
Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira
Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30