„Stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 19:24 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Hrikalega erfið byrjun, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Ísland tapaði með níu marka mun gegn Ólympíumeisturum Frakklands á HM fyrr í dag í leik þar sem Frakkar komust í 7-0. „Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða