Vítabaninn Elín Jóna: „Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 19:31 Elín Jóna fagnar einni af markvörslum sínum í dag. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti magnaðan leik er Ísland tapaði með níu marka mun fyrir Frökkum í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í kvöld. Hún kveðst fara sátt á koddann. Íslenska liðið byrjaði brösuglega og átti fá svör við gífurlega vel æfðu, hröðu og gæðamiklu frönsku liði sem komst 7-0 yfir. Eftir að hafa farið tíu mörkum undir til búningsherbergja í hálfleik vannst hins vegar seinni hálfleikurinn og munurinn að endingu níu mörk, 31-22. Klippa: Vítabaninn Elín Jóna: Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni? Elín Jóna fagnar andlegum styrk íslenska liðsins og karakternum að gefast aldrei upp. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við lendum aftur á erfiðri byrjun en gefumst ekki upp, erum með kassann úti og það er akkúrat það sem við vildum í þessum leik. Að gefast ekki upp, við unnum seinni hálfleik og ég er mjög glöð að við náðum því.“ „Þær eru með frábært lið, frábæra leikmenn í öllum stöðum og það er enginn veikur hlekkur hjá þeim neinsstaðar. Þetta var erfið byrjun en eins og ég segi er ég ótrúlega glöð að við hættum ekki og gáfum extra í,“ segir Elín Jóna. Skemmtilegra eftir því sem leið á Elín Jóna átti stóran þátt í því að Ísland hélt í við Frakka, ef svo má að orði komast, eftir því sem leið á. Hún varði oftar en einu sinni úr hraðaupphlaupum og varði alls 14 skot í leik þar sem flest færi Frakka voru dauðafæri. „Þetta voru ekkert skemmtilegar fyrstu mínútur, sko. En svo fann maður aðeins ryþmann og það var gott að komast aðeins inn í leikinn,“ segir hógvær Elín Jóna. Hún varði fjögur vítaskot af þeim fimm sem hún fékk á sig í leiknum. Aðspurð hvort hún hafi gert slíkt áður segir Elín: „Aldrei, held ég. Það hefur aldrei gerst. Já, vá, fjögur? Í alvörunni? Já, ég er mjög stolt.“ Og ekki verra að gera það gegn Ólympíumeisturum Frakka á HM? „Nei, nákvæmlega. Guð. Ég fer allavega glöð að sofa.“ segir brosandi Elín Jóna að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði brösuglega og átti fá svör við gífurlega vel æfðu, hröðu og gæðamiklu frönsku liði sem komst 7-0 yfir. Eftir að hafa farið tíu mörkum undir til búningsherbergja í hálfleik vannst hins vegar seinni hálfleikurinn og munurinn að endingu níu mörk, 31-22. Klippa: Vítabaninn Elín Jóna: Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni? Elín Jóna fagnar andlegum styrk íslenska liðsins og karakternum að gefast aldrei upp. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við lendum aftur á erfiðri byrjun en gefumst ekki upp, erum með kassann úti og það er akkúrat það sem við vildum í þessum leik. Að gefast ekki upp, við unnum seinni hálfleik og ég er mjög glöð að við náðum því.“ „Þær eru með frábært lið, frábæra leikmenn í öllum stöðum og það er enginn veikur hlekkur hjá þeim neinsstaðar. Þetta var erfið byrjun en eins og ég segi er ég ótrúlega glöð að við hættum ekki og gáfum extra í,“ segir Elín Jóna. Skemmtilegra eftir því sem leið á Elín Jóna átti stóran þátt í því að Ísland hélt í við Frakka, ef svo má að orði komast, eftir því sem leið á. Hún varði oftar en einu sinni úr hraðaupphlaupum og varði alls 14 skot í leik þar sem flest færi Frakka voru dauðafæri. „Þetta voru ekkert skemmtilegar fyrstu mínútur, sko. En svo fann maður aðeins ryþmann og það var gott að komast aðeins inn í leikinn,“ segir hógvær Elín Jóna. Hún varði fjögur vítaskot af þeim fimm sem hún fékk á sig í leiknum. Aðspurð hvort hún hafi gert slíkt áður segir Elín: „Aldrei, held ég. Það hefur aldrei gerst. Já, vá, fjögur? Í alvörunni? Já, ég er mjög stolt.“ Og ekki verra að gera það gegn Ólympíumeisturum Frakka á HM? „Nei, nákvæmlega. Guð. Ég fer allavega glöð að sofa.“ segir brosandi Elín Jóna að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira