Guðlaugur Victor og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Eupen. Heimamenn voru sterkari aðilinn en staðan var samt markalaus í hálfleik. Á 68. mínútu skoraði Guðlaugur Victor það sem virtist ætla að vera sigurmarkið.
Því miður fyrir Eupen jöfnuðu gestirnir á 93. mínútu og þar við sat, lokatölur 1-1. Alfreð var tekinn af velli á 78. mínútu en Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn.
Eupen er í 13. sæti með 15 stig að loknum 16 leikjum á meðan gestirnir sitja á botni deildarinnar. Liðin í 13. til 16. sæti fara í umspil um hvaða lið falla og því hefði sigur verið dýrmætur fyrir Eupen í dag.
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði OH Leuven sem tapaði 1-0 fyrir Antwerp í dag. Leuven er í 14. sæti með aðeins 12 stig.