Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 20:15 Lilja og Katrín Tinna njóta sín vel á heimsmeistaramótinu. Samsett/Valur Páll Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira