„Losna aldrei við hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 09:01 Lilja ásamt föður sínum og aðstoðarþjálfara landsliðsins, Ágústi Jóhannssyni. Mynd/Úr einkasafni Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins. „Mér líður bara vel með þetta, þó þetta hafi verið erfitt og við að spila gegn rosalega góðu liði. Mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og ég er ágætlega sátt með okkur.“ segir Lilja um það að fá að mæta Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Liðið sé afar sterkt. „Þetta er allt annað lið en lið sem við höfum verið að spila á móti. Mun hraðari og sterkari, fljótari á fótunum og mjög sterkt lið.“ Klippa: Ekki beint pabbi á svona stórmótum Með stjörnurnar í augunum Það sé þá ákveðin upplifun að deila hóteli með Frökkum en á hóteli íslenska liðsins gista hin þrjú liðin í riðlinum einnig; Frakkland, Slóvenía og Angóla. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið á ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt,“ segir Lilja. Það hafi verið frábært að fá að máta sig við heimsklassa leikmenn Frakka í fyrradag. „Þetta var ótrúlega gaman, þó þetta hafi verið erfiður leikur. Það að fá að spila á móti þeim er ógeðslega gott og gaman að sjá hvernig maður stendur sig á móti þessum stóru liðum.“ „Það var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn og maður fékk alveg gæsahúð eftir leik. Þetta var rosalegt,“ segir Lilja. Ekki beint pabbi á svona mótum Aðstoðarþjálfari íslenska liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson, faðir Lilju. Hann þjálfar hana einnig hjá Val heima á Íslandi. Losnar hún aldrei við hann? „Nei, ég losna aldrei við hann. En mér finnst það bara fínt. Það er gott að hafa pabba á bekknum. Hann er kannski ekki beint pabbi minn á svona mótum en mér finnst mjög fínt að hafa hann,“ Lilja ásamt foreldrum sínum, Ágústi og Sigríði.Mynd/Úr einkasafni „Hann er bara þjálfari en er alltaf til í að hjálpa manni og kemur með góða punkta og svona,“ segir Lilja. Í dag er úrslitaleikur við Angóla um það hvort liðanna kemst í milliriðil. Lilju líst vel á verkefnið. „Mér líst bara vel á þetta. Við spiluðum á móti þeim á Posten Cup og fórum þar illa með færin. Mér finnst við eiga mjög mikinn séns á móti þeim og held við getum alveg unnið þær,“ segir Lilja. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
„Mér líður bara vel með þetta, þó þetta hafi verið erfitt og við að spila gegn rosalega góðu liði. Mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og ég er ágætlega sátt með okkur.“ segir Lilja um það að fá að mæta Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Liðið sé afar sterkt. „Þetta er allt annað lið en lið sem við höfum verið að spila á móti. Mun hraðari og sterkari, fljótari á fótunum og mjög sterkt lið.“ Klippa: Ekki beint pabbi á svona stórmótum Með stjörnurnar í augunum Það sé þá ákveðin upplifun að deila hóteli með Frökkum en á hóteli íslenska liðsins gista hin þrjú liðin í riðlinum einnig; Frakkland, Slóvenía og Angóla. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið á ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt,“ segir Lilja. Það hafi verið frábært að fá að máta sig við heimsklassa leikmenn Frakka í fyrradag. „Þetta var ótrúlega gaman, þó þetta hafi verið erfiður leikur. Það að fá að spila á móti þeim er ógeðslega gott og gaman að sjá hvernig maður stendur sig á móti þessum stóru liðum.“ „Það var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn og maður fékk alveg gæsahúð eftir leik. Þetta var rosalegt,“ segir Lilja. Ekki beint pabbi á svona mótum Aðstoðarþjálfari íslenska liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson, faðir Lilju. Hann þjálfar hana einnig hjá Val heima á Íslandi. Losnar hún aldrei við hann? „Nei, ég losna aldrei við hann. En mér finnst það bara fínt. Það er gott að hafa pabba á bekknum. Hann er kannski ekki beint pabbi minn á svona mótum en mér finnst mjög fínt að hafa hann,“ Lilja ásamt foreldrum sínum, Ágústi og Sigríði.Mynd/Úr einkasafni „Hann er bara þjálfari en er alltaf til í að hjálpa manni og kemur með góða punkta og svona,“ segir Lilja. Í dag er úrslitaleikur við Angóla um það hvort liðanna kemst í milliriðil. Lilju líst vel á verkefnið. „Mér líst bara vel á þetta. Við spiluðum á móti þeim á Posten Cup og fórum þar illa með færin. Mér finnst við eiga mjög mikinn séns á móti þeim og held við getum alveg unnið þær,“ segir Lilja. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15
Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15
Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti