Allt stefndi í fall en Haugesund hélt sér uppi Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. desember 2023 18:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við þjálfun Haugesund á næstu dögum en liðinu tókst að tryggja sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeild í dag Mynd: Haugesund Þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Bodø/Glimt hafði þegar tryggt sér titilinn en staðan var enn óráðin í fallbaráttunni og Haugesund tókst með ótrúlegum hætti að tryggja áframhaldandi sæti í efstu deild. Óskar Hrafn Þorvaldsson getur þakkað Bilal Njie fyrir það að hann þjálfi lið í efstu deild á næsta tímabili. Staðan var orðin ansi dræm og allt stefndi í fall en Bilal Njie greip til sinna ráða, skoraði snögga þrennu og hélt Haugesund uppi. Ísak Snær Þorvaldsson var á skotskónum í liði Rosenborg sem lagði Viking óvænt en auðveldlega að velli. Ísak setti opnunarmarkið í fyrri hálfleik, Adrian Pereira tvöfaldaði svo forystuna áður en Ísak kom Rosenborg 3-0 yfir á 59. mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson fagnar marki með RosenborgVísir/Getty Sander Tangvik, markvörður Rosenborg, var rekinn af velli skömmu síðar og varamarkvörðurinn Andre Hansen tókst ekki að verja skot Zlatko Tripic sem minnkaði muninn fyrir Viking. Það gerði þó ekkert til því Rosenborg átti eftir að bæta tveimur mörkum við í uppbótartíma og loka leiknum 5-1. Viðar Ari Jónsson skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir Ham/Kam í 1-1 jafntefli gegn Molde. Ari Leifsson og Logi Tómasson héldu marki Strömsgodset hreinu í 3-0 sigri á Brann. Viðar Ari er fyrrum FH-ingur sem leikur í dag með Ham/KamVísir/Vilhelm Valeranga varð ekki eins heppið og Haugesund. Þeir komust marki yfir á 63. mínútu í leik sínum gegn Tromso og allt leit út fyrir áframhaldandi veru í efstu deild en gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma. Nú tekur við umspilsleikur Valeranga gegn Kristiansund sem endaði í þriðja sæti næstefstu deildar. Brynjólfur Willumsson átti tvær stoðsendingar í 4-2 sigri gegn Kongsvinger sem tryggði Kristiansund umspilsleikinn gegn Valeranga. Norski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson getur þakkað Bilal Njie fyrir það að hann þjálfi lið í efstu deild á næsta tímabili. Staðan var orðin ansi dræm og allt stefndi í fall en Bilal Njie greip til sinna ráða, skoraði snögga þrennu og hélt Haugesund uppi. Ísak Snær Þorvaldsson var á skotskónum í liði Rosenborg sem lagði Viking óvænt en auðveldlega að velli. Ísak setti opnunarmarkið í fyrri hálfleik, Adrian Pereira tvöfaldaði svo forystuna áður en Ísak kom Rosenborg 3-0 yfir á 59. mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson fagnar marki með RosenborgVísir/Getty Sander Tangvik, markvörður Rosenborg, var rekinn af velli skömmu síðar og varamarkvörðurinn Andre Hansen tókst ekki að verja skot Zlatko Tripic sem minnkaði muninn fyrir Viking. Það gerði þó ekkert til því Rosenborg átti eftir að bæta tveimur mörkum við í uppbótartíma og loka leiknum 5-1. Viðar Ari Jónsson skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir Ham/Kam í 1-1 jafntefli gegn Molde. Ari Leifsson og Logi Tómasson héldu marki Strömsgodset hreinu í 3-0 sigri á Brann. Viðar Ari er fyrrum FH-ingur sem leikur í dag með Ham/KamVísir/Vilhelm Valeranga varð ekki eins heppið og Haugesund. Þeir komust marki yfir á 63. mínútu í leik sínum gegn Tromso og allt leit út fyrir áframhaldandi veru í efstu deild en gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma. Nú tekur við umspilsleikur Valeranga gegn Kristiansund sem endaði í þriðja sæti næstefstu deildar. Brynjólfur Willumsson átti tvær stoðsendingar í 4-2 sigri gegn Kongsvinger sem tryggði Kristiansund umspilsleikinn gegn Valeranga.
Norski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira