Gæti umbylt kenningum um myndun reikistjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 18:31 Ný uppgötvun Guðmundar veitir nýja innsýn í myndin fjarlægra reikistjarna. Vísir/Samsett Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til. Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika. Geimurinn Vísindi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent