Gæti umbylt kenningum um myndun reikistjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 18:31 Ný uppgötvun Guðmundar veitir nýja innsýn í myndin fjarlægra reikistjarna. Vísir/Samsett Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til. Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika. Geimurinn Vísindi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira