Gæti umbylt kenningum um myndun reikistjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 18:31 Ný uppgötvun Guðmundar veitir nýja innsýn í myndin fjarlægra reikistjarna. Vísir/Samsett Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til. Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika. Geimurinn Vísindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira