„Svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. desember 2023 12:16 Sameer hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu síðustu mánuði og hefur aðlagast íslensku samfélagi vel. Samsett mynd Fósturfjölskylda tólf ára drengs frá Palestínu sem synjað hefur verið um vernd á Íslandi segir tilhugsunina um að hann verði sendur aftur til Grikklands foreldralaus skelfilega. Þau gagnrýna upplýsingaskort stjórnvalda og vona að Palestínumönnum verði veitt sérstök vernd. Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál. Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál.
Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07
Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28