Náðist ekki að láta vita af Grindvíkingum í eitt skipti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 06:17 Frá sumarbústaðahverfi í Grímsnesi. Vísir/Vilhelm Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Perlu Ösp Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar til Vísis. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það gerst í eitt skiptið að fjölskylda sem hafði bústað á leigu mætti í sumarbústað þegar hún komst að því að bústaðurinn var þegar á útleigu. Félagsfólk sýnt mikinn skilning „Þann 11. nóvember sl. barst stéttarfélögum, fyrir milligöngu ASÍ, beiðni frá stjórnvöldum að losa orlofshús fyrir Grindvíkinga í kjölfar rýmingar Grindavíkur. Stjórn Eflingar samþykkti að leggja tímabundið til 25 af 73 orlofseignum Eflingar sem neyðarúrræði fyrir Grindvíkinga fram yfir hátíðarnar,“ segir í svörum Eflingar til fréttastofu. Eins og alkunna er er enn óvissuástand í Grindavík og bærinn rýmdur. 1200 heimili mannlaus og 3800 Grindvíkingar dveljast annars staðar en heima hjá sér. „Starfsfólk Eflingar kappkostaði við að hafa samband við allt félagsfólk sem hafði leigt umrædd 25 orlofshús á þessu tímabili til að upplýsa um afbókun og endurgreiðslu. Birtar hafa verið fréttir á vef Eflingar og haft samband með síma eða tölvupósti.“ Félagsfólk Eflingar hafi sýnt beiðninni mikinn skilning og Grindvíkingum samhug vegna þeirri erfiðu aðstæðna sem nú er uppi í húsnæðismálum. „Í heildina voru þetta rúmlega 280 niðurfellingar og endurgreiðslur sem framkvæmdar voru á mjög skömmum tíma. Greiðlega hefur gengið að ná í félagsfólk og endurgreiða til þessa að undanskildu einu atviki.“ Perla segir að úthlutanir sumarhúsanna hafi verið á vegum Rauða krossins. Þá hafi framkvæmdasýsla ríkisins verið tengiliður stéttarfélaga í verkefninu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Perlu Ösp Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar til Vísis. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það gerst í eitt skiptið að fjölskylda sem hafði bústað á leigu mætti í sumarbústað þegar hún komst að því að bústaðurinn var þegar á útleigu. Félagsfólk sýnt mikinn skilning „Þann 11. nóvember sl. barst stéttarfélögum, fyrir milligöngu ASÍ, beiðni frá stjórnvöldum að losa orlofshús fyrir Grindvíkinga í kjölfar rýmingar Grindavíkur. Stjórn Eflingar samþykkti að leggja tímabundið til 25 af 73 orlofseignum Eflingar sem neyðarúrræði fyrir Grindvíkinga fram yfir hátíðarnar,“ segir í svörum Eflingar til fréttastofu. Eins og alkunna er er enn óvissuástand í Grindavík og bærinn rýmdur. 1200 heimili mannlaus og 3800 Grindvíkingar dveljast annars staðar en heima hjá sér. „Starfsfólk Eflingar kappkostaði við að hafa samband við allt félagsfólk sem hafði leigt umrædd 25 orlofshús á þessu tímabili til að upplýsa um afbókun og endurgreiðslu. Birtar hafa verið fréttir á vef Eflingar og haft samband með síma eða tölvupósti.“ Félagsfólk Eflingar hafi sýnt beiðninni mikinn skilning og Grindvíkingum samhug vegna þeirri erfiðu aðstæðna sem nú er uppi í húsnæðismálum. „Í heildina voru þetta rúmlega 280 niðurfellingar og endurgreiðslur sem framkvæmdar voru á mjög skömmum tíma. Greiðlega hefur gengið að ná í félagsfólk og endurgreiða til þessa að undanskildu einu atviki.“ Perla segir að úthlutanir sumarhúsanna hafi verið á vegum Rauða krossins. Þá hafi framkvæmdasýsla ríkisins verið tengiliður stéttarfélaga í verkefninu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira