Var „dauður“ í fyrri hálfleik en of góður fyrir toppliðið í þeim síðari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 12:31 Tyrese Haliburton og Buddy Hield fagna saman í sigri Indiana Pacers á Boston Celtics í nótt. AP/Darron Cummings Indiana Pacers sló topplið Boston Celtics út úr átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins í nótt og er þar með búið að tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas ásamt liði New Orleans Pelicans sem vann líka sinn leik í gær. Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023 NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023
NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira