Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 18:00 „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum,“ segir Lilja um þá muni sem hefur verið bjargað úr Grindavík. Vísir/Vilhelm/Einar Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum. Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum.
Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira