Klárt hvaða fjögur lið keppa á úrslitahelginni í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 12:31 LeBron James skorar hér tvö af 31 stigi sínu á móti Phoenix Suns í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas og hefjast strax annað kvöld. Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023 NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Áður höfðu lið Indiana Pacers og New Orleans Pelicans tryggt sér farseðilinn til Vegas. Lakers þurfti magnaða frammistöðu frá LeBron James og kannski smá sérmeðferð fyrir stigahæsta leikmann sögunnar undir lokin. LeBron James delivered a CLUTCH performance to lead the Lakers to the NBA In-Season Tournament Semifinals 31 PTS11 AST8 REB pic.twitter.com/tMnrahslQW— NBA (@NBA) December 6, 2023 Los Angeles Lakers vann 106-103 sigur á Phoenix Suns í leiknum en LeBron var með 15 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 11 stoðsendingar, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Ekki slæmt fyrir mann sem er að fara halda upp á 39 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði. Frank Vogel, þjálfari Phoenix Suns, var aftur á móti mjög ósáttur með leikhlé sem Lebron bað um og fékk á lokasekúndum leiksins þegar leit út fyrir að Lakers liðið væri búið að missa boltann. Lakers fékk hins vegar leikhléið og náði síðan að landa sigrinum. „Það var ekkert dæmt og LeBron sýndi bara í milljónasta skiptið hversu klár hann er,“ sagði Austin Reaves og Kevin Durant, sem skoraði 31 stig fyrir Suns, vildi ekki gera mikið úr atvikinu heldur. Durant klikkaði illa á þriggja stiga skoti í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu. „Þarna fór ekki leikurinn. Þetta er eitt atvik og þetta er 48 mínútna leikur. Ég er ekki hrifinn af því að kvarta yfir dómum,“ sagði Durant. Anthony Davis var með 27 stig og 15 fráköst hjá Lakers og Austin Reaves bætti við 20 stigum. Lakers mætir New Orleans Pelicans í undanúrslitaleiknum. LeBron James shows up in the CLUTCH to give the @Lakers a ticket to the NBA In-Season Tournament Semifinals!Anthony Davis: 27 PTS, 15 REBAustin Reaves: 20 PTS, 6 REB pic.twitter.com/pRM7GVi80z— NBA (@NBA) December 6, 2023 Milwaukee Bucks átti ekki í miklum vandræðum með að ná hinu sætinu því liðið vann 146-122 sigur á New York Knicks. Giannis Antetokounmpo var nálægt þrennunni með 35 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst og Damian Lillard bætti við 28 stigum. Bucks hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum á tímabilinu þar sem Lillard skorar að minnsta kosti 25 stig. Bucks liðið raðaði niður þristum en liðið hitti úr 23 af 38 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og endaði leikinn með yfir sextíu prósent skotnýtingu. Það má segja að Knicks liðið hafi hreinlega verið skotið í kaf. Milwaukee Bucks mætir Indiana Pacers í undanúrslitunum. FOUR TEAMS REMAIN... AND THEY ARE ALL HEADED TO VEGAS! The NBA In-Season Tournament Knockout Rounds continue with the Semifinals on Thursday!Be a part of NBA history! Get your tickets to the semifinals and championship games in Las Vegas this Thursday and Saturday, today. pic.twitter.com/KQ56Kid5z9— NBA (@NBA) December 6, 2023
NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum