Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:47 Verkfall flugumferðarstjóra hefði mikil áhrif á starfsemi Play og Icelandair. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Vísir náði tali af honum þegar samningafundi við fulltrúa Isavia lauk í dag. Hann segir að fundurinn hafi gengið ágætlega en að enn beri töluvert í milli. „En þetta þokast, við getum sagt það.“ Arnar segir að kosningu félagsmanna um verkfall hafi lokið á sunnudagskvöld eftir að hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Verkfall hafi verið samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra getur haft víðtæk áhrif en meðlimir þess sjá um flugumferðarstjórn á öllum flugvöllum landsins og eðli málsins samkvæmt er ekki flogið án starfandi flugumferðarstjórnar. Þriðja boðaða verkfallið á fimm árum Tímasetning verkfallsins boðaða vekur athygli en mestar annir eru á Keflavíkurflugvelli og hjá íslensku alþjóðaflugfélögunum tveimur á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Verkfall flugumferðarstjóra vofði síðast yfir í byrjun september árið 2021 en samningar náðust þann 28. ágúst eftir stífar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Þeir samningar voru til rétt rúmra tveggja ára og runnu út þann 1. október síðastliðinn. Þar áður höfðu flugumferðarstjórar boðað til verkfalls árið 2019. Kjaramál Play Icelandair Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Vísir náði tali af honum þegar samningafundi við fulltrúa Isavia lauk í dag. Hann segir að fundurinn hafi gengið ágætlega en að enn beri töluvert í milli. „En þetta þokast, við getum sagt það.“ Arnar segir að kosningu félagsmanna um verkfall hafi lokið á sunnudagskvöld eftir að hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Verkfall hafi verið samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra getur haft víðtæk áhrif en meðlimir þess sjá um flugumferðarstjórn á öllum flugvöllum landsins og eðli málsins samkvæmt er ekki flogið án starfandi flugumferðarstjórnar. Þriðja boðaða verkfallið á fimm árum Tímasetning verkfallsins boðaða vekur athygli en mestar annir eru á Keflavíkurflugvelli og hjá íslensku alþjóðaflugfélögunum tveimur á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Verkfall flugumferðarstjóra vofði síðast yfir í byrjun september árið 2021 en samningar náðust þann 28. ágúst eftir stífar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Þeir samningar voru til rétt rúmra tveggja ára og runnu út þann 1. október síðastliðinn. Þar áður höfðu flugumferðarstjórar boðað til verkfalls árið 2019.
Kjaramál Play Icelandair Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45