Getnaður hjá vinum hleypur á tugþúsundum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2023 19:30 Það hefur lengi tíðkast að gefa barni sængur- og skírnargjöf. Kynjaveisla og Baby Shower er fremur nýtt og byggir á erlendum hefðum. Tíð veisluhöld til að fagna komu barns í heiminn stinga í stúf við gamla hjátrú um barnsburð. Veisluhöldum, til að fagnafæðingu barns, hefur farið fjölgandi. Getnaður hjá vinum og ættingjum er almennt mikið gleðiefni en hann getur verið nokkuð kostnaðarsamur fyrir þá sem eru í lífi foreldranna vegna, að því er virðist, endalausra veisluhalda til að fagna komu barnsins. Um er að ræða fjögurra fasa fyrirkomulag hjá þeim sem taka þátt í öllu ferlinu. Í myndbandsfréttinni má sjá grafíska yfirferð á kostnaði vegna getnaðar hjá vinum. Tugþúsunda gjafaútgjöld Fyrst er það kynjaveisla: Blaðra er sprengd, kynið afhjúpað og gjöf gefin. Sirka þremur mánuðum síðar fær maður boð í Baby Shower: Pálínuboð þar sem vinir giska á hæð og þyngd ófædda barnsins og gjöf auðvitað gefin. Barnið fæðist um mánuði síðar og nokkrum vikum eftir þau tímamót er komið að sængurgjöfinni en hana gefur maður þegar maður hittir barnið í fyrsta sinn. Svo má auðvitað ekki gleyma skírnargjöfinni, fjórðu gjöfinni á sirka sex til sjö mánaða tímabili. Heildarkostnaður í dæminu sem farið er yfir í sjónvarpsfréttinni: 31.659 krónur. Og svo ef maður er á barneignaraldri má gera ráð fyrir að kannski þrjár til fjórar vinkonur fjölgi sér á ári - sem gera um 126.636 krónur. Erlendar hefðir Þetta gjafaflóð sem tengist komu barns byggir á erlendum hefðum sem við höfum tileinkað okkur. Sængurgjöfin er frekar rótgróin hér á landi en hér áður fyrr tíðkaðist einnig að gefa barninu tanngjöf þegar fyrsta tönnin kom upp. „Það var ekki tannálfurinn heldur voru það afar og ömmur sem gáfu barninu örlítinn pening. Það er eitthvað sem hefur horfið en sængurgjöfina höfum við haldið í. Þessi seinni bylgja af svona veislum, sérstaklega fyrir fæðingu, er nýtt. Við höfum lengi verið með gjafir og hefðir sem koma eftir að barnið er komið í heiminn,“ sagði Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur. Eva Þórdís er þjóðfræðingur en hún rannsakar nú hjátrú og annað í tengslum við hjátrú.ívar arnarsson Gömul hjátrú á undanhaldi Hér áður fyrr var það nefnilega talið boða ógæfu að gefa barni gjöf áður en það fæddist. „Og ég held að það tengist gömlum hugmyndum um að það sé ógæfa til dæmis að búa upp vögguna áður en að barnið kemur eða vera búin að undirbúa of mikið áður en barnið kemur í heiminn.“ Þessi gamla hjátrú sé byggð á ótta um heilsu móður og barns. „Svo má ekki gleyma því að okkur finnst hjátrú stundum vera eitthvað sem er bara svona liggur við kjánalegt eða skondið. En hvort sem það eru íþróttamennirnir sem vilja ekki skipta um sokka fyrir leik eða mæðurnar sem vilja ekki drekka úr skorðóttum bolla eða búa upp vögguna þá er þetta alltaf spurning um að stjórna því sem við höfum ekki stjórn á og þegar við höfum ekki stjórn þá er stutt í óttann. Þannig hjátrú er yfirleitt mjög alvarlegt mál og fúlasta alvara.“ Barnalán Fjármál heimilisins Tímamót Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Getnaður hjá vinum og ættingjum er almennt mikið gleðiefni en hann getur verið nokkuð kostnaðarsamur fyrir þá sem eru í lífi foreldranna vegna, að því er virðist, endalausra veisluhalda til að fagna komu barnsins. Um er að ræða fjögurra fasa fyrirkomulag hjá þeim sem taka þátt í öllu ferlinu. Í myndbandsfréttinni má sjá grafíska yfirferð á kostnaði vegna getnaðar hjá vinum. Tugþúsunda gjafaútgjöld Fyrst er það kynjaveisla: Blaðra er sprengd, kynið afhjúpað og gjöf gefin. Sirka þremur mánuðum síðar fær maður boð í Baby Shower: Pálínuboð þar sem vinir giska á hæð og þyngd ófædda barnsins og gjöf auðvitað gefin. Barnið fæðist um mánuði síðar og nokkrum vikum eftir þau tímamót er komið að sængurgjöfinni en hana gefur maður þegar maður hittir barnið í fyrsta sinn. Svo má auðvitað ekki gleyma skírnargjöfinni, fjórðu gjöfinni á sirka sex til sjö mánaða tímabili. Heildarkostnaður í dæminu sem farið er yfir í sjónvarpsfréttinni: 31.659 krónur. Og svo ef maður er á barneignaraldri má gera ráð fyrir að kannski þrjár til fjórar vinkonur fjölgi sér á ári - sem gera um 126.636 krónur. Erlendar hefðir Þetta gjafaflóð sem tengist komu barns byggir á erlendum hefðum sem við höfum tileinkað okkur. Sængurgjöfin er frekar rótgróin hér á landi en hér áður fyrr tíðkaðist einnig að gefa barninu tanngjöf þegar fyrsta tönnin kom upp. „Það var ekki tannálfurinn heldur voru það afar og ömmur sem gáfu barninu örlítinn pening. Það er eitthvað sem hefur horfið en sængurgjöfina höfum við haldið í. Þessi seinni bylgja af svona veislum, sérstaklega fyrir fæðingu, er nýtt. Við höfum lengi verið með gjafir og hefðir sem koma eftir að barnið er komið í heiminn,“ sagði Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur. Eva Þórdís er þjóðfræðingur en hún rannsakar nú hjátrú og annað í tengslum við hjátrú.ívar arnarsson Gömul hjátrú á undanhaldi Hér áður fyrr var það nefnilega talið boða ógæfu að gefa barni gjöf áður en það fæddist. „Og ég held að það tengist gömlum hugmyndum um að það sé ógæfa til dæmis að búa upp vögguna áður en að barnið kemur eða vera búin að undirbúa of mikið áður en barnið kemur í heiminn.“ Þessi gamla hjátrú sé byggð á ótta um heilsu móður og barns. „Svo má ekki gleyma því að okkur finnst hjátrú stundum vera eitthvað sem er bara svona liggur við kjánalegt eða skondið. En hvort sem það eru íþróttamennirnir sem vilja ekki skipta um sokka fyrir leik eða mæðurnar sem vilja ekki drekka úr skorðóttum bolla eða búa upp vögguna þá er þetta alltaf spurning um að stjórna því sem við höfum ekki stjórn á og þegar við höfum ekki stjórn þá er stutt í óttann. Þannig hjátrú er yfirleitt mjög alvarlegt mál og fúlasta alvara.“
Barnalán Fjármál heimilisins Tímamót Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”