Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 21:40 Upplýsingafulltrúi Play segir ferðaþjónustuna ekki mega við fyrirhuguðu verkfalli. Vísir/Vilhelm Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira