Þórir um HM: Ekki svindl en ekki heldur alveg sanngjarnt Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 07:31 Þórir Hergeirsson hefur verið afskaplega sigursæll sem þjálfari Noregs. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Blaðamaður Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að HM kvenna í handbolta sé hagrætt í þágu gestgjafa mótsins. Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, segir ekki um neitt svindl að ræða en tekur undir að fyrirkomulagið sé ekki alveg sanngjarnt. Íslendingar biðu spenntir eftir drættinum fyrir HM sem fram fór í Gautaborg 6. júlí, enda Ísland meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í fyrsta sinn í tólf ár. Ísland var þar í neðsta styrkleikaflokki en gestgjafar mótsins, lið Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, öll í efsta styrkleikaflokki. Það rímar við styrkleika þessara liða en það sem gagnrýnt hefur verið er að áður en dregið var í riðla var, venju samkvæmt, búið að raða átta af bestu liðum heims í riðla. Og samkvæmt grein Aftonbladet eru það ekki bara markaðslegar forsendur, til dæmis til að fjölga áhorfendum á leikjum, sem ráða. Í grein Johan Flinck hjá Aftonbladet kemur til að mynda fram að það hafi verið landsliðsþjálfari Svía, Tomas Axnér, sem ákvað hvaða lið úr efsta flokki yrði í B-riðli, og myndi þá fara í milliriðil með Svíþjóð. Svartfjallaland hafi orðið fyrir valinu sem viðráðanlegasti mótherjinn. Krönika inför Sveriges premiär med fokus på hur vägen, på riktigt, riggats för svensk medalj.https://t.co/CfBapJiT2J— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 1, 2023 Flinck gefur einnig í skyn að það sé engin tilviljun að fari svo að Svíþjóð, Noregur og Danmörk vinni hvert sinn milliriðil þá geti þau ekki mæst í 8-liða úrslitum, og ekki heldur mætt Frakklandi. Þórir: Gert til að auka áhuga en ekki til að svindla Þórir var spurður út í málið af Nettavisen eftir sigur Noregs gegn Angóla í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í gær. Hann segir ekki um neitt svindl að ræða, eða eins og Flinck orðaði það í fyrirsögn að HM sé hagrætt með svindli (e. rigged), með því hvernig sterkustu liðin séu valin í riðla. „Ég hef ekki trú á að þetta sé gert til að svindla á neinu. Þetta er gert til að auka áhugann fyrir skipuleggjendur mótsins og fjölmiðla,“ sagði Þórir. Svíar virðast hafa valið sér mótherja í millriðli sem hentaði best til að greiða leiðina í 8-liða og undanúrslit.PA-EFE/ADAM IHSE Þórir var spurður hvort þetta fyrirkomulag gæti talist sanngjarnt í íþróttum: „Ef að þetta snerist eingöngu um íþróttalega þáttinn, sem þetta gerir sjaldnast vegna útbreiðslu íþróttarinnar, þá er þetta það ekki. Ef maður vill hafa þetta alveg sanngjarnt þá þarf þetta að vera þannig að gestgjafarnir spili sína leiki í riðla- og milliriðlakeppninni í sínu landi. Og svo þarf að draga handahófskennt, eftir styrkleikaflokkum. Þannig væri þetta sanngjarnast en ég er ekki viss um að maður yrði fyllilega ánægður með það fyrirkomulag heldur,“ sagði Þórir. Skiptir ekki máli hverjum Noregur mætir Er núverandi fyrirkomulag sanngjarnt fyrir alla á mótinu? „Nei, það er það ekki. Ekki eins og við skilgreinum fullkomlega heiðarlegan leik,“ sagði Þórir. Hann vill þó ekki meina að Norðmenn hafi búið sér til sem þægilegasta leið á mótinu, eins og Svíar virðast hafa gert. „Nú er það svo að það má raða liðum niður, og hreinlega stýra því. Við eyddum ekki mikilli orku í það en Svíarnir hafa gert grein fyrir því að þeir voru að hugsa um leiðina sína á mótinu. Það skiptir okkur ekki svo miklu máli hvaða liði við mætum,“ sagði Þórir sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari með Noregi. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Íslendingar biðu spenntir eftir drættinum fyrir HM sem fram fór í Gautaborg 6. júlí, enda Ísland meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í fyrsta sinn í tólf ár. Ísland var þar í neðsta styrkleikaflokki en gestgjafar mótsins, lið Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, öll í efsta styrkleikaflokki. Það rímar við styrkleika þessara liða en það sem gagnrýnt hefur verið er að áður en dregið var í riðla var, venju samkvæmt, búið að raða átta af bestu liðum heims í riðla. Og samkvæmt grein Aftonbladet eru það ekki bara markaðslegar forsendur, til dæmis til að fjölga áhorfendum á leikjum, sem ráða. Í grein Johan Flinck hjá Aftonbladet kemur til að mynda fram að það hafi verið landsliðsþjálfari Svía, Tomas Axnér, sem ákvað hvaða lið úr efsta flokki yrði í B-riðli, og myndi þá fara í milliriðil með Svíþjóð. Svartfjallaland hafi orðið fyrir valinu sem viðráðanlegasti mótherjinn. Krönika inför Sveriges premiär med fokus på hur vägen, på riktigt, riggats för svensk medalj.https://t.co/CfBapJiT2J— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 1, 2023 Flinck gefur einnig í skyn að það sé engin tilviljun að fari svo að Svíþjóð, Noregur og Danmörk vinni hvert sinn milliriðil þá geti þau ekki mæst í 8-liða úrslitum, og ekki heldur mætt Frakklandi. Þórir: Gert til að auka áhuga en ekki til að svindla Þórir var spurður út í málið af Nettavisen eftir sigur Noregs gegn Angóla í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í gær. Hann segir ekki um neitt svindl að ræða, eða eins og Flinck orðaði það í fyrirsögn að HM sé hagrætt með svindli (e. rigged), með því hvernig sterkustu liðin séu valin í riðla. „Ég hef ekki trú á að þetta sé gert til að svindla á neinu. Þetta er gert til að auka áhugann fyrir skipuleggjendur mótsins og fjölmiðla,“ sagði Þórir. Svíar virðast hafa valið sér mótherja í millriðli sem hentaði best til að greiða leiðina í 8-liða og undanúrslit.PA-EFE/ADAM IHSE Þórir var spurður hvort þetta fyrirkomulag gæti talist sanngjarnt í íþróttum: „Ef að þetta snerist eingöngu um íþróttalega þáttinn, sem þetta gerir sjaldnast vegna útbreiðslu íþróttarinnar, þá er þetta það ekki. Ef maður vill hafa þetta alveg sanngjarnt þá þarf þetta að vera þannig að gestgjafarnir spili sína leiki í riðla- og milliriðlakeppninni í sínu landi. Og svo þarf að draga handahófskennt, eftir styrkleikaflokkum. Þannig væri þetta sanngjarnast en ég er ekki viss um að maður yrði fyllilega ánægður með það fyrirkomulag heldur,“ sagði Þórir. Skiptir ekki máli hverjum Noregur mætir Er núverandi fyrirkomulag sanngjarnt fyrir alla á mótinu? „Nei, það er það ekki. Ekki eins og við skilgreinum fullkomlega heiðarlegan leik,“ sagði Þórir. Hann vill þó ekki meina að Norðmenn hafi búið sér til sem þægilegasta leið á mótinu, eins og Svíar virðast hafa gert. „Nú er það svo að það má raða liðum niður, og hreinlega stýra því. Við eyddum ekki mikilli orku í það en Svíarnir hafa gert grein fyrir því að þeir voru að hugsa um leiðina sína á mótinu. Það skiptir okkur ekki svo miklu máli hvaða liði við mætum,“ sagði Þórir sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari með Noregi.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira