Leita logandi ljósi að húsnæði fyrir hundrað grindvísk börn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2023 11:20 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík ræddi stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir/Arnar Um 380 Grindvíkingar, þar á meðal hundrað börn, eru ekki með öruggt húsnæði yfir jólahátíðina. Bæjarstjórinn segir allt gert til að finna húsnæði fyrir fólkið til lengri tíma. Aðventugleði Grindvíkinga fer fram síðdegis. Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10