Krónan - mælitæki eða orsök hagsveiflna? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 7. desember 2023 14:00 Nýr Kveiksþáttur í Ríkissjónvarpinu hefur óvænt vakið upp kunnuglegar deilur í samfélaginu, en þær snúast um íslensku krónuna og þann skaða sem það fyrirbæri hefur valdið og er að valda alþýðu þessa lands. Það er dagljóst að hér á landi eru sveiflur í kaupmætti mun meiri en vera þyrfti ef ekki væri notast við minnsta gjaldmiðil í heimi sem sveiflast eins og laufblað í vindi, þó aðallega í þá átt að missa verðgildi, sitt með þeim búsifjum sem það veldur þeim sem þiggja laun sín í þessum gjaldmiðli, en þurfa að kaupa varning sem er verðlagður eftir því hvað hann kostar í erlendum gjaldmiðlum. Þegar krónan var sett á fót fyrir 100 árum, jafngilti ein íslensk króna einni danskri krónu. Í dag, þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981, kostar ein dönsk króna 2000 íslenskar. Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag? Þá erum við ekki farin að tala um þá staðreynd að hér eru þau kjör sem skuldarar búa til alltaf verri en þau sem gerast í nágrannaríkjunum. Í dag eru stýrivextir seðlabankans 9,25%. Þeir eru líka í hæstu hæðum í evrulöndunum, en í dag eru stýrivextir Evrópska seðlabankans 4,5%Það kom fram í máli Dr. Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og eins fremsta hagspekings landsins í þættinum að “við munum alltaf hafa hærra vaxtastig en önnur lönd, bara út af krónunni”. En af hverju er þetta svona? Jú, það er vegna þess að ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa þetta svona. Eins og kom vel fram í þættinum stuðlar verðbólgan sem fylgir krónunni að eignatilfærslu í samfélaginu. Þannig fara verðmæti úr vösum almennings og alþýðu í vasa þeirra sem hagnast á þessu kerfi, fyrst og fremst þeirra sem hafa tekjur í erlendri mynt en greiða laun í krónum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sá sig knúinn til að gagnrýna þáttinn og kallaði hann “eiginlega hneyksli”, sem er býsna mikið í lagt! En hvað var það í þættinum, (sem mér fannst reyndar upplýsandi og vel unninn, enda í grunninn byggður á viðtölum við fólk sem vel þekkir til) sem olli þessum viðbrögðum utanríkisráðherra? Jú, fyrir utan það að finnast viðtalið við Jón Daníelsson undarlega klippt (en það var tekið gegnum fjarfundabúnað í tölvu) þá sagði hann að þátturinn hafi verið “samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi.” Það er líka mikið í lagt að halda þessu fram, enda dregur Bjarni í land í nýrri færslu á facebook og segir að það sem “andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera er að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg.” Hvað er það sem gengur ekki upp í þessari röksemdafærslu? Jú, í þeirri fyrri er krónan “grunnurinn” að öllum jákvæðum hreyfingum í hagkerfinu undanfarinn áratug, en þegar kemur að þeim neikvæðu er hún orðin að “mælitæki”. Þá eru hinar “raunverulegu” ástæður orðnar einhverjar allt aðrar. Auðvitað er það svo að íslenskt efnahagslíf þarf að lúta mörgum kröftum, þar á meðal ástandinu í umheiminum og má nefna stríð í Úkraínu, fjármálahrunið 2008, Covid 19 og gríðarlegan vöxt ferðaþjónustu um allan heim (en fjöldi ferðamanna á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast síðan frá síðustu aldamótum) sem dæmi um slíkt. Og það er auðvitað rétt að krónan er mælitæki á kraftana í í íslensku efnahagslífi, skárra væri það nú! En hún er líka sjálfstæður gerandi og ekki bara til góðs eins og Bjarni virðist halda fram á þessum tímapunkti. Hann hefur áður haldið fram annarri skoðun, t.d. þegar hann sagði árið 2008 í grein í Fréttablaðinu að “Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu.” Það er rétt hjá Bjarna. En það er önnur saga. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Samfylkingin Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nýr Kveiksþáttur í Ríkissjónvarpinu hefur óvænt vakið upp kunnuglegar deilur í samfélaginu, en þær snúast um íslensku krónuna og þann skaða sem það fyrirbæri hefur valdið og er að valda alþýðu þessa lands. Það er dagljóst að hér á landi eru sveiflur í kaupmætti mun meiri en vera þyrfti ef ekki væri notast við minnsta gjaldmiðil í heimi sem sveiflast eins og laufblað í vindi, þó aðallega í þá átt að missa verðgildi, sitt með þeim búsifjum sem það veldur þeim sem þiggja laun sín í þessum gjaldmiðli, en þurfa að kaupa varning sem er verðlagður eftir því hvað hann kostar í erlendum gjaldmiðlum. Þegar krónan var sett á fót fyrir 100 árum, jafngilti ein íslensk króna einni danskri krónu. Í dag, þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981, kostar ein dönsk króna 2000 íslenskar. Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag? Þá erum við ekki farin að tala um þá staðreynd að hér eru þau kjör sem skuldarar búa til alltaf verri en þau sem gerast í nágrannaríkjunum. Í dag eru stýrivextir seðlabankans 9,25%. Þeir eru líka í hæstu hæðum í evrulöndunum, en í dag eru stýrivextir Evrópska seðlabankans 4,5%Það kom fram í máli Dr. Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og eins fremsta hagspekings landsins í þættinum að “við munum alltaf hafa hærra vaxtastig en önnur lönd, bara út af krónunni”. En af hverju er þetta svona? Jú, það er vegna þess að ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa þetta svona. Eins og kom vel fram í þættinum stuðlar verðbólgan sem fylgir krónunni að eignatilfærslu í samfélaginu. Þannig fara verðmæti úr vösum almennings og alþýðu í vasa þeirra sem hagnast á þessu kerfi, fyrst og fremst þeirra sem hafa tekjur í erlendri mynt en greiða laun í krónum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sá sig knúinn til að gagnrýna þáttinn og kallaði hann “eiginlega hneyksli”, sem er býsna mikið í lagt! En hvað var það í þættinum, (sem mér fannst reyndar upplýsandi og vel unninn, enda í grunninn byggður á viðtölum við fólk sem vel þekkir til) sem olli þessum viðbrögðum utanríkisráðherra? Jú, fyrir utan það að finnast viðtalið við Jón Daníelsson undarlega klippt (en það var tekið gegnum fjarfundabúnað í tölvu) þá sagði hann að þátturinn hafi verið “samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi.” Það er líka mikið í lagt að halda þessu fram, enda dregur Bjarni í land í nýrri færslu á facebook og segir að það sem “andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera er að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg.” Hvað er það sem gengur ekki upp í þessari röksemdafærslu? Jú, í þeirri fyrri er krónan “grunnurinn” að öllum jákvæðum hreyfingum í hagkerfinu undanfarinn áratug, en þegar kemur að þeim neikvæðu er hún orðin að “mælitæki”. Þá eru hinar “raunverulegu” ástæður orðnar einhverjar allt aðrar. Auðvitað er það svo að íslenskt efnahagslíf þarf að lúta mörgum kröftum, þar á meðal ástandinu í umheiminum og má nefna stríð í Úkraínu, fjármálahrunið 2008, Covid 19 og gríðarlegan vöxt ferðaþjónustu um allan heim (en fjöldi ferðamanna á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast síðan frá síðustu aldamótum) sem dæmi um slíkt. Og það er auðvitað rétt að krónan er mælitæki á kraftana í í íslensku efnahagslífi, skárra væri það nú! En hún er líka sjálfstæður gerandi og ekki bara til góðs eins og Bjarni virðist halda fram á þessum tímapunkti. Hann hefur áður haldið fram annarri skoðun, t.d. þegar hann sagði árið 2008 í grein í Fréttablaðinu að “Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu.” Það er rétt hjá Bjarna. En það er önnur saga. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun