LeBron frábær og Lakers í úrslitaleikinn í Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 09:31 LeBron James og Anthony Davis fagna sigri Los Angeles Lakers í nótt. AP/Ian Maule LeBron James fór fyrir sínum mönnum í Los Angeles Lakers í nótt þegar liðið tryggði sér sæti í fyrsta úrslitaleik NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas. Báðir undanúrslitaleikirnir voru í Las Vegas í nótt. Lakers vann sannfærandi 44 stiga sigur á New Orleans Pelicans, 133-89, en í hinum leiknum vann Indiana Pacers óvæntan 128-119 sigur á Milwaukee Bucks. James heldur upp á 39 ára afmælisdaginn sinn eftir nokkrar vikur en það er magnað að sjá kappann enn með yfirburði inn á körfuboltavellinum. LeBron James came out in ATTACK MODE to lead the Lakers to the Championship of the NBA In-Season Tournament 30 PTS / 9-12 FGM / 4-4 3PM / 8 AST / 23 MIN The Lakers and Pacers will meet in the first-ever NBA In-Season Tournament Championship Saturday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/fKZehP4Ko3— NBA (@NBA) December 8, 2023 James var með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Þetta er hans 21. tímabil í NBA-deildinni. Í leiknum í nótt hitti hann úr 9 af 12 skotum sínum þar af öllum fjórum skotunum fyrir utan þriggja stiga lína. Hann þurfti bara 23 mínútur til að skila þessum tölum. „Við erum að fá tilfinningu fyrir því hvernig lið við þurfum að verða ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki, að ná upp stöðugleika. Varnarleikurinn er allur að koma til og ef við verjumst vel þá getum við unnið á hverju kvöldi,“ sagði LeBron James. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Austin Reaves skoraði 17 stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 16 stig og 15 fráköst. Trey Murphy III skoraði mest fyrir Pelicans eða 14 stig en Zion Williamson var bara með 13 stig. LeBron James puts on an impressive and efficient (9/12 FGM) performance as the Lakers get the W and reach the Championship of the NBA In-Season Tournament!Austin Reaves: 17 PTS, 5 REB, 7 ASTAnthony Davis: 16 PTS, 15 REB, 5 ASTPacers-Lakers | Saturday at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JbZMqXrEnR— NBA (@NBA) December 8, 2023 Tyrese Haliburton hjá Indiana Pacers, er líka að spila frábærlega í þessari í keppni og í nótt var hann með 27 stig og 15 stoðsendingar í sigri Indiana í undanúrslitaleiknum. „Við erum að spila körfubolta eins og á að spila hann og við erum að sjokkera heiminn. Við ætlum að halda því áfram,“ sagði Tyrese Haliburton. Myles Turner var með 26 stig og 10 fráköst, Obi Toppin skoraði 14 stig og Isaiah Jackson var með 11 stig. Tyrese Haliburton would NOT be denied reaching the first-ever NBA In-Season Tournament Championship! 27 PTS 15 AST 0 TOHis 3rd game this season with 25+ PTS, 15+ AST and 0 TO. No other player has more than 1 such game in their CAREER since turnovers were first tracked pic.twitter.com/vWndJ8WIbb— NBA (@NBA) December 8, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig og tók 10 fráköst hjá Bucks og Damian Lillard skoraði 24 stig. Khris Middleton var síðan með 20 stig og Brook Lopez skoraði 18 stig. Ekki slæmar tölur hjá byrjunarliðsmönnum Bucks en það voru varamenn Indiana sem gerðu útslagið en liðið vann stigin af bekknum 43-13. Úrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti á laugardagskvöldið að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Only two teams remain... the CHAMPIONSHIP is set The Pacers and Lakers will meet in the NBA In-Season Tournament Championship in Las Vegas Saturday at 8:30pm/et on ABC!Who will hoist the first-ever #NBACup? pic.twitter.com/OuwLqBReI3— NBA (@NBA) December 8, 2023 NBA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Sjá meira
Báðir undanúrslitaleikirnir voru í Las Vegas í nótt. Lakers vann sannfærandi 44 stiga sigur á New Orleans Pelicans, 133-89, en í hinum leiknum vann Indiana Pacers óvæntan 128-119 sigur á Milwaukee Bucks. James heldur upp á 39 ára afmælisdaginn sinn eftir nokkrar vikur en það er magnað að sjá kappann enn með yfirburði inn á körfuboltavellinum. LeBron James came out in ATTACK MODE to lead the Lakers to the Championship of the NBA In-Season Tournament 30 PTS / 9-12 FGM / 4-4 3PM / 8 AST / 23 MIN The Lakers and Pacers will meet in the first-ever NBA In-Season Tournament Championship Saturday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/fKZehP4Ko3— NBA (@NBA) December 8, 2023 James var með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Þetta er hans 21. tímabil í NBA-deildinni. Í leiknum í nótt hitti hann úr 9 af 12 skotum sínum þar af öllum fjórum skotunum fyrir utan þriggja stiga lína. Hann þurfti bara 23 mínútur til að skila þessum tölum. „Við erum að fá tilfinningu fyrir því hvernig lið við þurfum að verða ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki, að ná upp stöðugleika. Varnarleikurinn er allur að koma til og ef við verjumst vel þá getum við unnið á hverju kvöldi,“ sagði LeBron James. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Austin Reaves skoraði 17 stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 16 stig og 15 fráköst. Trey Murphy III skoraði mest fyrir Pelicans eða 14 stig en Zion Williamson var bara með 13 stig. LeBron James puts on an impressive and efficient (9/12 FGM) performance as the Lakers get the W and reach the Championship of the NBA In-Season Tournament!Austin Reaves: 17 PTS, 5 REB, 7 ASTAnthony Davis: 16 PTS, 15 REB, 5 ASTPacers-Lakers | Saturday at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JbZMqXrEnR— NBA (@NBA) December 8, 2023 Tyrese Haliburton hjá Indiana Pacers, er líka að spila frábærlega í þessari í keppni og í nótt var hann með 27 stig og 15 stoðsendingar í sigri Indiana í undanúrslitaleiknum. „Við erum að spila körfubolta eins og á að spila hann og við erum að sjokkera heiminn. Við ætlum að halda því áfram,“ sagði Tyrese Haliburton. Myles Turner var með 26 stig og 10 fráköst, Obi Toppin skoraði 14 stig og Isaiah Jackson var með 11 stig. Tyrese Haliburton would NOT be denied reaching the first-ever NBA In-Season Tournament Championship! 27 PTS 15 AST 0 TOHis 3rd game this season with 25+ PTS, 15+ AST and 0 TO. No other player has more than 1 such game in their CAREER since turnovers were first tracked pic.twitter.com/vWndJ8WIbb— NBA (@NBA) December 8, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig og tók 10 fráköst hjá Bucks og Damian Lillard skoraði 24 stig. Khris Middleton var síðan með 20 stig og Brook Lopez skoraði 18 stig. Ekki slæmar tölur hjá byrjunarliðsmönnum Bucks en það voru varamenn Indiana sem gerðu útslagið en liðið vann stigin af bekknum 43-13. Úrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti á laugardagskvöldið að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Only two teams remain... the CHAMPIONSHIP is set The Pacers and Lakers will meet in the NBA In-Season Tournament Championship in Las Vegas Saturday at 8:30pm/et on ABC!Who will hoist the first-ever #NBACup? pic.twitter.com/OuwLqBReI3— NBA (@NBA) December 8, 2023
NBA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Sjá meira