Sakar Rahm um að skemma golfið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2023 11:31 Rory McIlroy heldur áfram að bauna á LIV-hlaupana eins og Jon Rahm. getty/Waleed Tariq Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV. Rahm hefur gert sannkallaðan risasamning við LIV en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum fær hann 560 milljónir dollara fyrir að semja við sádi-arabísku mótaröðina. Ekki eru allir sáttir við þessi vistaskipti Rahms og meðal þeirra er McIlroy sem er harður andstæðingur LIV. Hann er hræddur um að gjá myndist í golfíþróttinni. „Ég óttast að færri horfi á íþróttina þegar mótaraðirnar eru í samkeppni. Sumir velja LIV en meirihlutinn PGA mótaröðina en ef LIV heldur áfram að fá til sín fleiri leikmenn veldur það sundrungu og það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði McIlroy. „Þú ert eiginlega að skemma fyrir íþróttinni, svipað eins og boxið hefur gert með öllum mismunandi samtökunum. Fyrir mér er best að hafa alla bestu kylfingana undir sama hatti upp á framtíðina að gera því það er það sem fólkið vill.“ McIlroy kveðst hræddur um að þessi þróun leiði til þess að fólk fylgist bara með golfi fjórum sinnum á ári, í kringum risamótin, og það sé íþróttinni ekki til heilla. „Við þurfum að fá alla saman og reyna að gleyma fortíðinni. Slíðrum sverðin og höldum áfram saman. Ég held að það sé best fyrir íþróttina,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Rahm hefur gert sannkallaðan risasamning við LIV en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum fær hann 560 milljónir dollara fyrir að semja við sádi-arabísku mótaröðina. Ekki eru allir sáttir við þessi vistaskipti Rahms og meðal þeirra er McIlroy sem er harður andstæðingur LIV. Hann er hræddur um að gjá myndist í golfíþróttinni. „Ég óttast að færri horfi á íþróttina þegar mótaraðirnar eru í samkeppni. Sumir velja LIV en meirihlutinn PGA mótaröðina en ef LIV heldur áfram að fá til sín fleiri leikmenn veldur það sundrungu og það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði McIlroy. „Þú ert eiginlega að skemma fyrir íþróttinni, svipað eins og boxið hefur gert með öllum mismunandi samtökunum. Fyrir mér er best að hafa alla bestu kylfingana undir sama hatti upp á framtíðina að gera því það er það sem fólkið vill.“ McIlroy kveðst hræddur um að þessi þróun leiði til þess að fólk fylgist bara með golfi fjórum sinnum á ári, í kringum risamótin, og það sé íþróttinni ekki til heilla. „Við þurfum að fá alla saman og reyna að gleyma fortíðinni. Slíðrum sverðin og höldum áfram saman. Ég held að það sé best fyrir íþróttina,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira