Sakar Rahm um að skemma golfið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2023 11:31 Rory McIlroy heldur áfram að bauna á LIV-hlaupana eins og Jon Rahm. getty/Waleed Tariq Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV. Rahm hefur gert sannkallaðan risasamning við LIV en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum fær hann 560 milljónir dollara fyrir að semja við sádi-arabísku mótaröðina. Ekki eru allir sáttir við þessi vistaskipti Rahms og meðal þeirra er McIlroy sem er harður andstæðingur LIV. Hann er hræddur um að gjá myndist í golfíþróttinni. „Ég óttast að færri horfi á íþróttina þegar mótaraðirnar eru í samkeppni. Sumir velja LIV en meirihlutinn PGA mótaröðina en ef LIV heldur áfram að fá til sín fleiri leikmenn veldur það sundrungu og það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði McIlroy. „Þú ert eiginlega að skemma fyrir íþróttinni, svipað eins og boxið hefur gert með öllum mismunandi samtökunum. Fyrir mér er best að hafa alla bestu kylfingana undir sama hatti upp á framtíðina að gera því það er það sem fólkið vill.“ McIlroy kveðst hræddur um að þessi þróun leiði til þess að fólk fylgist bara með golfi fjórum sinnum á ári, í kringum risamótin, og það sé íþróttinni ekki til heilla. „Við þurfum að fá alla saman og reyna að gleyma fortíðinni. Slíðrum sverðin og höldum áfram saman. Ég held að það sé best fyrir íþróttina,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rahm hefur gert sannkallaðan risasamning við LIV en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum fær hann 560 milljónir dollara fyrir að semja við sádi-arabísku mótaröðina. Ekki eru allir sáttir við þessi vistaskipti Rahms og meðal þeirra er McIlroy sem er harður andstæðingur LIV. Hann er hræddur um að gjá myndist í golfíþróttinni. „Ég óttast að færri horfi á íþróttina þegar mótaraðirnar eru í samkeppni. Sumir velja LIV en meirihlutinn PGA mótaröðina en ef LIV heldur áfram að fá til sín fleiri leikmenn veldur það sundrungu og það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði McIlroy. „Þú ert eiginlega að skemma fyrir íþróttinni, svipað eins og boxið hefur gert með öllum mismunandi samtökunum. Fyrir mér er best að hafa alla bestu kylfingana undir sama hatti upp á framtíðina að gera því það er það sem fólkið vill.“ McIlroy kveðst hræddur um að þessi þróun leiði til þess að fólk fylgist bara með golfi fjórum sinnum á ári, í kringum risamótin, og það sé íþróttinni ekki til heilla. „Við þurfum að fá alla saman og reyna að gleyma fortíðinni. Slíðrum sverðin og höldum áfram saman. Ég held að það sé best fyrir íþróttina,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira