Máttu ekki nota ökurita til að sjá hvað hádegishléið væri langt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2023 13:55 Íslandspóstur mátti ekki nýta sér upplýsingarnar úr ökuritanum. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur mátti ekki nota upplýsingar úr ökurita í bifreið sem starfsmaður hafði afnot af sem uppsagnarástæðu. Notkun Íslandspósts á upplýsingunum var hvorki gagnsæ né sanngjörn samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Póstmannafélag Íslands (PFÍ) sendi kvörtun fyrir hönd starfsmannsins til Persónuverndar eftir að honum hafði verið tjáð að notast hafi verið við gögn úr ökurita ökutækis sem hann hafði til afnota við störf hjá fyrirtækinu. Var starfsmanninum tjáð að ökuritinn væri í bílnum til þess að fylgjast með ökuhæfni starfsmanna. Sannreyndu afköst hans með upplýsingum úr ökurita „Vísar PFÍ til þess að Íslandspóstur hafi farið yfir gögn úr ökurita bifreiðar sem kvartandi hafði afnot af langt aftur í tímann í þeim tilgangi að sannreyna starfsafköst hans og hversu löng matarhlé hann hefði tekið,“ segir í kvörtuninni. „Telur PFÍ það ekki rúmast innan tilgangs vinnslunnar að nota ökuritana til að vakta það hvort og hvenær starfsmaður hafi ákveðið að taka hádegishlé og nota þær upplýsingar sem rökstuðning fyrir uppsögn hans úr starfi.“ Íslandspóstur svaraði Persónuvernd og sögðust forsvarsmenn þar hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga þar sem bílstjórinn hafi gefið samþykki fyrir því. Honum hafi verið gerð grein fyrir rafrænni vöktun og hann fengið fræðsluefni. Samræmist ekki reglum „Einnig hafi kvartandi mátt vera meðvitaður um að starfsafköst hans kynnu að vera skoðuð með aðstoð ökuritans, sérstaklega í ljósi þess að kvartanir hefðu borist fyrirtækinu í aðdraganda uppsagnar vegna afkasta hans í starfi, þar sem honum hafi verið kunnugt um að ökuritinn gerði vaktstjórum útkeyrsludeildar kleift að fylgjast með staðsetningu og ferðum bílaflotans á skjá í stjórnstöð,“ segir í svari Íslandspósts. Persónuvernd mat það sem svo að notkun Íslandspósts á persónuupplýsingum úr ökuritanum hafi ekki samræmst ákvæðum reglna um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga. Ekkert í fræðsluefninu sem sent var til starfsmanna hafi segi til um að gögn úr ökuritanum gætu verið notuð til þess að kanna hvort þeir uppfylli starfsskyldur sínar og í framhaldinu sem rökstuðningur fyrir uppsögn þeirra úr starfi. Persónuvernd Pósturinn Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Póstmannafélag Íslands (PFÍ) sendi kvörtun fyrir hönd starfsmannsins til Persónuverndar eftir að honum hafði verið tjáð að notast hafi verið við gögn úr ökurita ökutækis sem hann hafði til afnota við störf hjá fyrirtækinu. Var starfsmanninum tjáð að ökuritinn væri í bílnum til þess að fylgjast með ökuhæfni starfsmanna. Sannreyndu afköst hans með upplýsingum úr ökurita „Vísar PFÍ til þess að Íslandspóstur hafi farið yfir gögn úr ökurita bifreiðar sem kvartandi hafði afnot af langt aftur í tímann í þeim tilgangi að sannreyna starfsafköst hans og hversu löng matarhlé hann hefði tekið,“ segir í kvörtuninni. „Telur PFÍ það ekki rúmast innan tilgangs vinnslunnar að nota ökuritana til að vakta það hvort og hvenær starfsmaður hafi ákveðið að taka hádegishlé og nota þær upplýsingar sem rökstuðning fyrir uppsögn hans úr starfi.“ Íslandspóstur svaraði Persónuvernd og sögðust forsvarsmenn þar hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga þar sem bílstjórinn hafi gefið samþykki fyrir því. Honum hafi verið gerð grein fyrir rafrænni vöktun og hann fengið fræðsluefni. Samræmist ekki reglum „Einnig hafi kvartandi mátt vera meðvitaður um að starfsafköst hans kynnu að vera skoðuð með aðstoð ökuritans, sérstaklega í ljósi þess að kvartanir hefðu borist fyrirtækinu í aðdraganda uppsagnar vegna afkasta hans í starfi, þar sem honum hafi verið kunnugt um að ökuritinn gerði vaktstjórum útkeyrsludeildar kleift að fylgjast með staðsetningu og ferðum bílaflotans á skjá í stjórnstöð,“ segir í svari Íslandspósts. Persónuvernd mat það sem svo að notkun Íslandspósts á persónuupplýsingum úr ökuritanum hafi ekki samræmst ákvæðum reglna um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga. Ekkert í fræðsluefninu sem sent var til starfsmanna hafi segi til um að gögn úr ökuritanum gætu verið notuð til þess að kanna hvort þeir uppfylli starfsskyldur sínar og í framhaldinu sem rökstuðningur fyrir uppsögn þeirra úr starfi.
Persónuvernd Pósturinn Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira