Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 23:24 Hér má sjá mynd úr drónamyndbandi sem er tekið af æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur. Á myndinni má holu sem hefur myndast út frá sprungunni sem liggur undir bænum. Vísir/Vilhelm Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. „Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira