„Alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið“ Stefán Marteinn skrifar 8. desember 2023 22:16 Pétur Ingvarsson og lærisveinar unnu frábæran sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í kvöld þegar lokaleikur 10. umferðar Subway deildar karla fór fram í Ljónagryfjunni. Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00