Handbolti

ÍBV blandar sér í topp­bar­áttuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Viðarsson var öflugur í liði ÍBV.
Arnór Viðarsson var öflugur í liði ÍBV. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV vann öruggan 13 marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þá vann Fram góðan útisigur á Gróttu og Haukar unnu HK.

Stjarnan sá aldrei til sólar í Vestmannaeyjum og á endanum vann ÍBV einkar þægilegan sigur, lokatölur 39-26.

Arnór Viðarsson var markahæstur Eyjamanna með 7 mörk og þar á eftir kom Gauti Gunnarsson með 6 mörk. Hjá Stjörnunni var Starri Friðriksson með 10 mörk og Hergeir Grímsson með 6 mörk.

Með sigrinum er ÍBV komið með 17 stig og er aðeins stigi á eftir Val í 2. sæti deildarinnar. Stjarnan er í 10. sæti með 7 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.

Fram vann Gróttu á Seltjarnarnesi með tveggja marka mun, lokatölur 28-30. Reynir Þór Stefánsson var markahæstur í liði Fram með 8 mörk og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom þar á eftir með 7 mörk. Hjá Gróttu var Ágúst Ingi Óskarsson markahæstur með 7 mörk.

Fram er í 5. sæti með 15 stig en Grótta í 8. sæti með 8 stig.

Haukar unnu svo tveggja marka sigur á HK að Ásvöllum, lokatölur 26-24. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur í liði Hauka með 7 mörk. Hjá HK skoraði Kári Tómas Hauksson 9 mörk.

Haukar eru í 6. sæti með 12 stig en HK í 9. sæti með 7 stig.


Tengdar fréttir

Vals­menn unnu í Safa­mýri

Valur vann sex marka sigur á Víkingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Safamýri, heimavelli Víkinga, 21-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×