Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 11:51 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. Í gær voru fjórar vikur síðan Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu á svæðinu. Síðan þá hefur skjálftum á svæðinu fækkað gríðarlega og minni líkur á að kvika komi skyndilega upp á land líkt og mikil hætta var á. Reglurnar eru nú þannig að Grindvíkingar fá að vera í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til fimm á daginn. Nokkrir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við vilja þó fá að komast heim ótímabundið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir flesta þó ekki taka neina áhættu. „Það eru örugglega lang flestir Grindvíkingar sem vilja fara heim þegar það er talið óhætt fyrir þá að fara heim. Það er meðvitað hjá langflestum að það verður ekki gert fyrr en að öryggi sé gætt eins og hægt er,“ segir Fannar. Síðustu daga hefur verið unnið að því að fylla í sprungur sem hafa myndast í bænum. Fannar segir að það verkefni gangi vel. „Langstærsta verkefnið er um miðbik bæjarins þar sem er stór og mikill skurður sem verið er að leggja nýja fráveitulögn í. Það er gert ráð fyrir því að eftir viku verði þeim framkvæmdum væntanlega lokið. Veðráttan vinnur mjög með okkur í þessu efni. Svo eru smá viðgerðir hér og þar sem verið er að vinna í jöfnum höndum,“ segir Fannar. Hann bendir á að á meðan sprungurnar séu á svæðinu, og enn nýjar sprungur að myndast, sé ekki fullkomlega öruggt fyrir íbúa að vera á svæðinu. „Það veit enginn um framtíðina en það er heldur ekki hægt að svara því til hvenær það verður talið óhætt að fara inn í bæinn. Alls ekki víst hvenær hægt er að fara að gista. Það er allt gert með öryggi íbúanna í huga hvenær talið verður óhætt að ganga skrefinu lengra í því efni. Það er mikið verið að tala um jólin í þessu sambandi og það er of snemmt að svara því. Það er enn landris við Svartsengi og menn bíða eftir því hvað gerist í næstu viku,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Í gær voru fjórar vikur síðan Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu á svæðinu. Síðan þá hefur skjálftum á svæðinu fækkað gríðarlega og minni líkur á að kvika komi skyndilega upp á land líkt og mikil hætta var á. Reglurnar eru nú þannig að Grindvíkingar fá að vera í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til fimm á daginn. Nokkrir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við vilja þó fá að komast heim ótímabundið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir flesta þó ekki taka neina áhættu. „Það eru örugglega lang flestir Grindvíkingar sem vilja fara heim þegar það er talið óhætt fyrir þá að fara heim. Það er meðvitað hjá langflestum að það verður ekki gert fyrr en að öryggi sé gætt eins og hægt er,“ segir Fannar. Síðustu daga hefur verið unnið að því að fylla í sprungur sem hafa myndast í bænum. Fannar segir að það verkefni gangi vel. „Langstærsta verkefnið er um miðbik bæjarins þar sem er stór og mikill skurður sem verið er að leggja nýja fráveitulögn í. Það er gert ráð fyrir því að eftir viku verði þeim framkvæmdum væntanlega lokið. Veðráttan vinnur mjög með okkur í þessu efni. Svo eru smá viðgerðir hér og þar sem verið er að vinna í jöfnum höndum,“ segir Fannar. Hann bendir á að á meðan sprungurnar séu á svæðinu, og enn nýjar sprungur að myndast, sé ekki fullkomlega öruggt fyrir íbúa að vera á svæðinu. „Það veit enginn um framtíðina en það er heldur ekki hægt að svara því til hvenær það verður talið óhætt að fara inn í bæinn. Alls ekki víst hvenær hægt er að fara að gista. Það er allt gert með öryggi íbúanna í huga hvenær talið verður óhætt að ganga skrefinu lengra í því efni. Það er mikið verið að tala um jólin í þessu sambandi og það er of snemmt að svara því. Það er enn landris við Svartsengi og menn bíða eftir því hvað gerist í næstu viku,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent