Sara kom heimakonum yfir á 30. mínútu eftir stoðsendingu frá Lindsey Thomas og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
𝐆𝐮𝐧𝐧𝐚𝐫 💎#JuvePomigliano pic.twitter.com/zjvop0wcTZ
— Juventus Women (@JuventusFCWomen) December 9, 2023
Hin hollenska Lineth Beerensteyn bætti svo tveimur mörkum við með stuttu millibili í síðari hálfleik. Það fyrra skoraði hún á 67. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas og það seinna þremur mínútum síðar eftir undirbúning Sofia Cantore.
Barbara Bonansea gerði svo endanlega út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma.
Niðurstaðan varð því öruggur 4-0 sigur Juventus sem nú situr í öðru sæti deildarinnar með 27 stig eftir tíu leiki, jafn mörg og topplið Roma sem á þó leik til góða.