Egyptinn Omar Marmoush kom heimamönnum í Frankfurt yfir strax á 12. mínútu leiksins áður en Eric Ebimbe tvöfaldaði forystu liðsins eftir rétt rúmlega hálftíma leik.
Hugo Larsson skoraði svo þriðja mark heimamanna stuttu síðar, en gestirnir klóruðu í bakkann á 44. mínútu með marki frá Joshua Kimmich.
Nær komust gestirnir þó ekki því Eric Ebimbe bætti öðru marki sínu við þegar síðari hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall áður en Ansgar Knauff gulltryggði ótrúlegan 5-1 sigur Frankfurt.
Frankfurt situr nú í sjöunda sæti þýsku deildarinnar með 21 stig eftir 14 leiki eftir sigur dagsins. Bayern München situr hins vegar í öðru sæti deildarinnar með 32 stig, þremur stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen.
Úrslit dagsins
Frankfurt 5-1 Bayern München
FC Heidenheim 3-2 SV Darmstadt
Union Berlin 3-1 Borussia Mönchengladbach
Werder Bremen 2-0 Augsburg
Wolfsburg 0-1 Freiburg