Risaleikur Anthony Davis skilaði Lakers fyrsta bikarmeistaratitlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 09:30 Leikmenn Los Angeles Lakers fögnuðu fyrsta deildarbikarmeistaratitli í sögu NBA-deildarinnar í nótt. Ethan Miller/Getty Images Anthony Davis átti sannkallaðan stórleik er Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið til að vinna deildarbikarmeistaratitilinn í sögu NBA-deildarinnar. Lakers og Indiana Pacers áttust við í úrslitum deildarbikarsins í Las Vegas í nótt og voru það leikmenn Los Angeles Lakers sem fögnuðu að lokum 14 stiga sigri 123-109. Lakers hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn hélst sá sami út hálfleikinn og Lakers fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 65-60. Liðið jók svo forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum sögulegan 14 stiga sigur, 123-109. Anthony Davis átti eins og áður segir risaleik fyrir Lakers og skoraði 41 stig fyrir liðið. Hann tók einnig 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fjögur skot. Þeir Tyrese Haliburton og Bennedict Mathurin voru atkvæðamestir í liði Pacers með 20 stig hvor. Season-high in scoring. Season-high in rebounding. ANTHONY. DAVIS. pic.twitter.com/2riI8JmFsy— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 10, 2023 LeBron valinn verðmætastur Þá sýndi hinn margreyndi LeBron James að hann er enn í fullu fjöri. Þessi 38 ára gamli leikmaður skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik næturinnar og var að lokum útnefndur mikilvægasti leikmaður mótsins, eða MVP (e. Most Valuable Player). Hann skilaði að meðaltali 26,2 stigum í leikjunum sjö í keppninni, átta fráköstum og 7,6 stoðsendingum. „Það er alltaf hægt að bæta einhver met, en það að vera fyrstur til að gera eitthvað er eitthvað sem verður aldrei bætt,“ sagði LeBron James eftir leikinn í nótt. „Við erum fyrstu bikarmeistararnir og það verður aldrei toppað. Það er frábært að geta gert þetta með svona sögufrægu liði og enn betra að gera þetta með svona frábærum, fyndnum, ákveðnum og metnaðarfullum samherjum.“ MOST VALUABLE PLAYER 🏆LeBron James is named the first-ever NBA In-Season Tournament MVP! pic.twitter.com/cHcCxaRPLw— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 10, 2023 NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Getum verið fjandi góðir“ „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Sjá meira
Lakers og Indiana Pacers áttust við í úrslitum deildarbikarsins í Las Vegas í nótt og voru það leikmenn Los Angeles Lakers sem fögnuðu að lokum 14 stiga sigri 123-109. Lakers hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn hélst sá sami út hálfleikinn og Lakers fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 65-60. Liðið jók svo forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum sögulegan 14 stiga sigur, 123-109. Anthony Davis átti eins og áður segir risaleik fyrir Lakers og skoraði 41 stig fyrir liðið. Hann tók einnig 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fjögur skot. Þeir Tyrese Haliburton og Bennedict Mathurin voru atkvæðamestir í liði Pacers með 20 stig hvor. Season-high in scoring. Season-high in rebounding. ANTHONY. DAVIS. pic.twitter.com/2riI8JmFsy— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 10, 2023 LeBron valinn verðmætastur Þá sýndi hinn margreyndi LeBron James að hann er enn í fullu fjöri. Þessi 38 ára gamli leikmaður skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik næturinnar og var að lokum útnefndur mikilvægasti leikmaður mótsins, eða MVP (e. Most Valuable Player). Hann skilaði að meðaltali 26,2 stigum í leikjunum sjö í keppninni, átta fráköstum og 7,6 stoðsendingum. „Það er alltaf hægt að bæta einhver met, en það að vera fyrstur til að gera eitthvað er eitthvað sem verður aldrei bætt,“ sagði LeBron James eftir leikinn í nótt. „Við erum fyrstu bikarmeistararnir og það verður aldrei toppað. Það er frábært að geta gert þetta með svona sögufrægu liði og enn betra að gera þetta með svona frábærum, fyndnum, ákveðnum og metnaðarfullum samherjum.“ MOST VALUABLE PLAYER 🏆LeBron James is named the first-ever NBA In-Season Tournament MVP! pic.twitter.com/cHcCxaRPLw— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 10, 2023
NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Getum verið fjandi góðir“ „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Sjá meira