Hákon Rafn orðaður við annað lið í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 20:01 Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik Portúgal og Íslands. David S. Bustamante/Getty Images Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Á dögunum var greint frá því að stórveldið Anderlecht hefði áhuga á að fá Hákon Rafn í sínar raðir. Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel stendur um þessar mundir í marki liðsins en hann verður samningslaus næsta sumar. Nú er hins vegar nýtt félag frá Belgíu komið inn í myndina samkvæmt frétt sænska miðilsins Aftonbladet. Um er að ræða Gent en liðið er með Breiðabliki í riðli í Sambandsdeild Evrópu. Gent vann leik liðanna í Belgíu 5-0 en síðari leik liðanna hér á landi aðeins 3-2. Það virðist sem liðið sé að íhuga að breyta til í markmannsmálum sínum og er hinn 22 ára gamli Hákon Rafn meðal þeirra markvarða sem félagið horfir til. Ekki er langt síðan Hákon Rafn var á blaði hjá Bröndby í Danmörku en á endanum ákvað danska félagið að fara í aðra átt. Hákon Rafn átti frábært tímabil með Elfsborg á nýafstaðinni leiktíð en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar eftir tap í lokaumferðinni. Hákon Rafn var valinn besti markvörður deildarinnar og var meðal þriggja bestu leikmanna hennar. Þá lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landslið Íslands þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Formaður Elfsborg, Stefan Andreasson, staðfestir að það sé mikill áhugi á markverðinum unga en enn hafi ekkert lið þó boðið formlega í hann. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Á dögunum var greint frá því að stórveldið Anderlecht hefði áhuga á að fá Hákon Rafn í sínar raðir. Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel stendur um þessar mundir í marki liðsins en hann verður samningslaus næsta sumar. Nú er hins vegar nýtt félag frá Belgíu komið inn í myndina samkvæmt frétt sænska miðilsins Aftonbladet. Um er að ræða Gent en liðið er með Breiðabliki í riðli í Sambandsdeild Evrópu. Gent vann leik liðanna í Belgíu 5-0 en síðari leik liðanna hér á landi aðeins 3-2. Það virðist sem liðið sé að íhuga að breyta til í markmannsmálum sínum og er hinn 22 ára gamli Hákon Rafn meðal þeirra markvarða sem félagið horfir til. Ekki er langt síðan Hákon Rafn var á blaði hjá Bröndby í Danmörku en á endanum ákvað danska félagið að fara í aðra átt. Hákon Rafn átti frábært tímabil með Elfsborg á nýafstaðinni leiktíð en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar eftir tap í lokaumferðinni. Hákon Rafn var valinn besti markvörður deildarinnar og var meðal þriggja bestu leikmanna hennar. Þá lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landslið Íslands þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Formaður Elfsborg, Stefan Andreasson, staðfestir að það sé mikill áhugi á markverðinum unga en enn hafi ekkert lið þó boðið formlega í hann.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira