Vann brons en sá eftir tveimur verðlaunum til léttari keppenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 07:30 Kristín Þórhallsdóttir með verðlaunin sín en hún fékk tvenn bronsverðlaun og eitt silfur. @kraftlyftingasamband_islands Kristín Þórhallsdóttir fékk bronsverðlaun á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum um helgina og hefur þar með unnið gull, silfur og brons í samanlögðu á þessu móti undanfarin þrjú ár. Kristín kemur heim með þrenn verðlaun því hún fékk silfur í hnébeygju, brons í bekkpressu og loks brons í samanlögðu. Hún náði ekki að klára lokalyftu sína í réttstöðulyftu og rétt missti af verðlaunum í þeirri grein keppninnar. Það vakti þó athygli að Kristín fékk ekki silfurverðlaun í samanlögðu þrátt fyrir að lyfta jafnmiklu og Temitopi Nuga frá Bretlandi. Hún missti líka af bronsverðlaunum í réttstöðulyftunni þrátt fyrir að lyfta jafnmiklu og hin ítalska Giada Palma. Kristín og Nuga lyftu báðar 552,5 kílóum samanlagt og Kristín og Palma lyftu báðar 220 kílóum í réttstöðulyftu. Ástæðan fyrir því að Kristín missti af þessum tveimur verðlaunum í -84 kílóa flokki er sú að keppinautar hennar voru léttari en hún þó ekki munaði miklu. Keppendur eru þyngdarmældar fyrir keppni til að tryggja það að þær séu undir 84 kílóum en næsti flokkur fyrir neðan er -76 kílóa flokkur. Þessi mæling er síðan notuð til að gera upp á milli keppenda endi þær jafnar. Það getur því enginn orðinn jafn í keppninni því þyngdarmæling keppenda er mjög nákvæm. Kristín mældist 83,78 kíló en Temitopi Nuga var 82,86 kíló. Palma var síðan 82,84 kíló. Sigurvegari í flokknum varð Ziana Azariah frá Bretlandi með 581 kíló í samanlögðum árangri. Hún fékk líka gull í bæði réttstöðulyftu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Lyftingar Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Kristín kemur heim með þrenn verðlaun því hún fékk silfur í hnébeygju, brons í bekkpressu og loks brons í samanlögðu. Hún náði ekki að klára lokalyftu sína í réttstöðulyftu og rétt missti af verðlaunum í þeirri grein keppninnar. Það vakti þó athygli að Kristín fékk ekki silfurverðlaun í samanlögðu þrátt fyrir að lyfta jafnmiklu og Temitopi Nuga frá Bretlandi. Hún missti líka af bronsverðlaunum í réttstöðulyftunni þrátt fyrir að lyfta jafnmiklu og hin ítalska Giada Palma. Kristín og Nuga lyftu báðar 552,5 kílóum samanlagt og Kristín og Palma lyftu báðar 220 kílóum í réttstöðulyftu. Ástæðan fyrir því að Kristín missti af þessum tveimur verðlaunum í -84 kílóa flokki er sú að keppinautar hennar voru léttari en hún þó ekki munaði miklu. Keppendur eru þyngdarmældar fyrir keppni til að tryggja það að þær séu undir 84 kílóum en næsti flokkur fyrir neðan er -76 kílóa flokkur. Þessi mæling er síðan notuð til að gera upp á milli keppenda endi þær jafnar. Það getur því enginn orðinn jafn í keppninni því þyngdarmæling keppenda er mjög nákvæm. Kristín mældist 83,78 kíló en Temitopi Nuga var 82,86 kíló. Palma var síðan 82,84 kíló. Sigurvegari í flokknum varð Ziana Azariah frá Bretlandi með 581 kíló í samanlögðum árangri. Hún fékk líka gull í bæði réttstöðulyftu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands)
Lyftingar Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira