Hershöfðingjar funda um mögulegt vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 12:45 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í Súdan vegna átaka þar undanfarna mánuði. Ástandinu hefur verið lýst sem martraðakenndu. Getty/Luke Dray Hershöfðingjarnir Mohamed Hamdan Daglo og Abdel Fattah al-Burhan hafa samþykkt að hittast til að reyna að binda enda á blóðuga styrjöld í Súdan. Gífurleg óreiða hefur ríkt í Súdan undanfarna mánuði og hafa þúsundir fallið vegna átaka hershöfðingjanna og sveita þeirra. Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF. Súdan Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF.
Súdan Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira