Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 16:58 Teiknuð mynd af Jack Teixeira í dómsal fyrr á árinu. AP/Margaret Small Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. Teixeira birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Hann vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. Sjá einnig: Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Flugherinn sendi skýrslu um rannsóknina til bandaríska þingsins í dag. Þar eru yfirmenn Teixeira gagnrýndir fyrir að hafa ekki takmarkað aðgang hans að leynilegu efni og fyrir að hafa ekki gert viðvart þegar upp komst um að hann hefði verið að taka myndir af leynilegum gögnum. Aðrir meðlimir í sveit Teixeira sögðu frá því við rannsóknina að allt að fjórum sinnum hefði komist upp um Teixeira. Þetta var ekki tilkynnt upp skipanakeðjuna eins og yfirmönnum Teixeira bar að gera, því þeir óttuðust að brugðist yrði of harkalega við. Þetta gerði Teixeira kleift að dreifa hundruðum mynda af leynilegum gögnum á netinu. Í frétt Washington Post um skýrsluna segir að þó rannsókn flughersins hafi verið lokið í ágúst, hafi skýrslan verið send þinginu í dag vegna ítarlegrar rannsóknar miðilsins á Discord-lekanum en fyrsta fréttin úr þeirri rannsókn birtist á morgun. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að Teixeira var oft á næturvöktum, með aðeins tveimur öðrum í byggingunni og voru þeir undir litlu eftirliti. Þá var ekkert eftirlit með því hvað verið var að prenta í húsnæðinu og hvað gert var við útprentað efni. Meðal þeirra fimmtán sem refsað var er ofursti en sá lægst setti er liðþjálfi. Refsingarnar hófust í september og voru nokkrir færðir úr starfi og aðrir fengu áminningu. Ofurstinn Sean Riley, sem var yfir herdeild Texeira, var rekinn úr starfi. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir gögn um að Teixeira hefði verið vikið úr menntaskóla vegna ógnandi hegðunar og orða um bensínsprengjur og skotvopn. Rannsókn flughersins sýndi fram á að við bakgrunnsskoðun hafi fundist vísbendingar um að Teixeira hefði átt að vera undir meira eftirliti en þær upplýsingar bárust ekki til yfirmanna hans. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Teixeira birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Hann vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. Sjá einnig: Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Flugherinn sendi skýrslu um rannsóknina til bandaríska þingsins í dag. Þar eru yfirmenn Teixeira gagnrýndir fyrir að hafa ekki takmarkað aðgang hans að leynilegu efni og fyrir að hafa ekki gert viðvart þegar upp komst um að hann hefði verið að taka myndir af leynilegum gögnum. Aðrir meðlimir í sveit Teixeira sögðu frá því við rannsóknina að allt að fjórum sinnum hefði komist upp um Teixeira. Þetta var ekki tilkynnt upp skipanakeðjuna eins og yfirmönnum Teixeira bar að gera, því þeir óttuðust að brugðist yrði of harkalega við. Þetta gerði Teixeira kleift að dreifa hundruðum mynda af leynilegum gögnum á netinu. Í frétt Washington Post um skýrsluna segir að þó rannsókn flughersins hafi verið lokið í ágúst, hafi skýrslan verið send þinginu í dag vegna ítarlegrar rannsóknar miðilsins á Discord-lekanum en fyrsta fréttin úr þeirri rannsókn birtist á morgun. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að Teixeira var oft á næturvöktum, með aðeins tveimur öðrum í byggingunni og voru þeir undir litlu eftirliti. Þá var ekkert eftirlit með því hvað verið var að prenta í húsnæðinu og hvað gert var við útprentað efni. Meðal þeirra fimmtán sem refsað var er ofursti en sá lægst setti er liðþjálfi. Refsingarnar hófust í september og voru nokkrir færðir úr starfi og aðrir fengu áminningu. Ofurstinn Sean Riley, sem var yfir herdeild Texeira, var rekinn úr starfi. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir gögn um að Teixeira hefði verið vikið úr menntaskóla vegna ógnandi hegðunar og orða um bensínsprengjur og skotvopn. Rannsókn flughersins sýndi fram á að við bakgrunnsskoðun hafi fundist vísbendingar um að Teixeira hefði átt að vera undir meira eftirliti en þær upplýsingar bárust ekki til yfirmanna hans.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48