„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. desember 2023 21:37 Sorpa hefur fengið öryggisverði til að standa vaktina á endurvinnslustöðinni á Granda vegna óprútinna aðila sem sækja í sjónvörp og dósir. Stöð 2 Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til. Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum. Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum.
Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira