„Eigum að vinna þennan leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. desember 2023 19:01 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að Ísland eigi að vinna Kongó í úrslitum Forsetabikarsins annað kvöld og það sé sannarlega markmiðið. Liðið virðist slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni. Ísland féll naumlega úr leik og færðist yfir í Forsetabikarinn eftir jafntefli við Angóla í lokaleik riðlakeppninnar. Angóla fór á móti í milliriðil þar sem þær angólsku unnu tvo leiki. Mikið svekkelsi var með úrslitin og hefur íslenska liðið sýnt hingað til að það sé sterkasta liðið í Forsetabikarnum. „Þetta er aðeins öðruvísi. Við erum í aðeins öðruvísi hlutverki en í riðlinum. Þar vorum við að mæta andstæðingum sem eru fyrirfram mun sterkari,“ „Eftir á að hyggja og eftir það hvernig leikurinn við Angóla spilaðist, þá hefðum við viljað vera í því áfram að spila við þessi lið sem eru þarna fyrir ofan okkur. Við hefðum mætt liðum eins og Suður-Kóreu og Austurríki, sem Angóla vann. Þar vildum við vera en af því að þetta fór svona erum við ánægð með hvernig gert þetta í framhaldinu og staðið okkur í þessu verkefni.“ segir Arnar. Markmiðið verið skýrt frá upphafi Á morgun er úrslitaleikur við Kongó sem vann hinn riðilinn í Forsetabikarnum. Liðið lagði þar Íran, Kasakstan og Síle. Arnar segir markmiðin skýr fyrir morgundaginn. „Mér líst mjög vel á það. Ég hef sagt alveg frá upphafi síðan við fórum í þessa keppni að við ætlum að vinna hana. Það er einn leikur eftir og nú er undirbúningur fyrir hann hafinn. Það er allt á fullu og við ætlum okkur að vinna þennan leik á morgun.“ Arnar segir Kongóliðið þá vera slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni. „Það sem við erum búnir að sjá er töluverður munur á þessum liðum. Angóla-liðið er töluvert sterkara. Þessi leikur á morgun snýst fyrst og fremst, eins og hinir leikirnir í þessari keppni, um okkar frammistöðu, okkar leik og að við gerum okkar vel. Þá eigum við að vinna þennan leik á morgun.“ segir Arnar. Leikur Íslands og Kongó hefst klukkan 19:30 á morgun og verður lýst beint á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Ísland féll naumlega úr leik og færðist yfir í Forsetabikarinn eftir jafntefli við Angóla í lokaleik riðlakeppninnar. Angóla fór á móti í milliriðil þar sem þær angólsku unnu tvo leiki. Mikið svekkelsi var með úrslitin og hefur íslenska liðið sýnt hingað til að það sé sterkasta liðið í Forsetabikarnum. „Þetta er aðeins öðruvísi. Við erum í aðeins öðruvísi hlutverki en í riðlinum. Þar vorum við að mæta andstæðingum sem eru fyrirfram mun sterkari,“ „Eftir á að hyggja og eftir það hvernig leikurinn við Angóla spilaðist, þá hefðum við viljað vera í því áfram að spila við þessi lið sem eru þarna fyrir ofan okkur. Við hefðum mætt liðum eins og Suður-Kóreu og Austurríki, sem Angóla vann. Þar vildum við vera en af því að þetta fór svona erum við ánægð með hvernig gert þetta í framhaldinu og staðið okkur í þessu verkefni.“ segir Arnar. Markmiðið verið skýrt frá upphafi Á morgun er úrslitaleikur við Kongó sem vann hinn riðilinn í Forsetabikarnum. Liðið lagði þar Íran, Kasakstan og Síle. Arnar segir markmiðin skýr fyrir morgundaginn. „Mér líst mjög vel á það. Ég hef sagt alveg frá upphafi síðan við fórum í þessa keppni að við ætlum að vinna hana. Það er einn leikur eftir og nú er undirbúningur fyrir hann hafinn. Það er allt á fullu og við ætlum okkur að vinna þennan leik á morgun.“ Arnar segir Kongóliðið þá vera slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni. „Það sem við erum búnir að sjá er töluverður munur á þessum liðum. Angóla-liðið er töluvert sterkara. Þessi leikur á morgun snýst fyrst og fremst, eins og hinir leikirnir í þessari keppni, um okkar frammistöðu, okkar leik og að við gerum okkar vel. Þá eigum við að vinna þennan leik á morgun.“ segir Arnar. Leikur Íslands og Kongó hefst klukkan 19:30 á morgun og verður lýst beint á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira