Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 13:47 AP Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. Eldur kviknaði um borð í skipinu en samkvæmt frétt NRK virðist sem enginn hafi dáið í árásinni. Bandaríski tundurspillirinn USS Mason er á vettvangi, auk frönsku freigátunnar Languedoc. Talsmaður Húta staðfesti í morgun að þeir hefðu skotið eldflauginni að Strinda og sagði það hafa verið gert eftir að áhöfn þess neitaði að verða við skipunum þeirra um að snúa við. Hann segir Húta hafa komið í veg fyrir siglingar þó nokkurra skipa til Ísrael á undanförnum dögum. Leiðtogar Húta lýstu því yfir um helgina að árásir yrðu gerðar á öll skip sem siglt væri til Ísraels og kæmu ekki við á Gasaströndinni til að flytja neyðarbirgðir þangað. Skipum sem tengdust Ísrael á engan hátt og væru ekki á leið þangað gætu siglt um svæðið. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum. NRK hefur eftir framkvæmdastjóra A/S J. Ludwig Mowinckels Rederi, sem gerir út Strinda, að skipið hafi ekki verið á leið til Ísrael. Áhöfn þess hafi verið að sigla skipinu til Ítalíu frá Suðaustur-Asíu. Framkvæmdastjórinn segir mesta áherslu lagða á að tryggja öryggi áhafnarinnar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að tuttugu þúsund skip fari um svæðið á hverju ári og að tryggja þurfi öryggi um þessa mikilvægu siglingaleið. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja skipið ekki tengjast Ísrael á nokkurn hátt en nýverið hafi verið gerður samningur um flutninga frá Ashdod í Ísrael í næsta mánuði. New press-release by J. Ludwig Mowinckels Rederi. pic.twitter.com/EMFhP6eEU8— Thord Are Iversen (@The_Lookout_N) December 12, 2023 Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Jemen Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Eldur kviknaði um borð í skipinu en samkvæmt frétt NRK virðist sem enginn hafi dáið í árásinni. Bandaríski tundurspillirinn USS Mason er á vettvangi, auk frönsku freigátunnar Languedoc. Talsmaður Húta staðfesti í morgun að þeir hefðu skotið eldflauginni að Strinda og sagði það hafa verið gert eftir að áhöfn þess neitaði að verða við skipunum þeirra um að snúa við. Hann segir Húta hafa komið í veg fyrir siglingar þó nokkurra skipa til Ísrael á undanförnum dögum. Leiðtogar Húta lýstu því yfir um helgina að árásir yrðu gerðar á öll skip sem siglt væri til Ísraels og kæmu ekki við á Gasaströndinni til að flytja neyðarbirgðir þangað. Skipum sem tengdust Ísrael á engan hátt og væru ekki á leið þangað gætu siglt um svæðið. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum. NRK hefur eftir framkvæmdastjóra A/S J. Ludwig Mowinckels Rederi, sem gerir út Strinda, að skipið hafi ekki verið á leið til Ísrael. Áhöfn þess hafi verið að sigla skipinu til Ítalíu frá Suðaustur-Asíu. Framkvæmdastjórinn segir mesta áherslu lagða á að tryggja öryggi áhafnarinnar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að tuttugu þúsund skip fari um svæðið á hverju ári og að tryggja þurfi öryggi um þessa mikilvægu siglingaleið. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja skipið ekki tengjast Ísrael á nokkurn hátt en nýverið hafi verið gerður samningur um flutninga frá Ashdod í Ísrael í næsta mánuði. New press-release by J. Ludwig Mowinckels Rederi. pic.twitter.com/EMFhP6eEU8— Thord Are Iversen (@The_Lookout_N) December 12, 2023 Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen.
Jemen Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira