Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 23:05 Grindvíkingum var tjáð á fundi í dag að ekki sé óhætt að gista í bænum það sem eftir lifir árs. Vísir/Sigurjón Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira