Njarðvík búið að ná í Kana: „Hana langar að spila vörn og kann að vinna“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. desember 2023 22:52 Rúnar Ingi Erlingsson var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann þriggja stiga sigur gegn Grindavík í Smáranum 63-66. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn og staðfesti að liðið væri búið að klófesta Kana. „Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
„Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira