Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 09:03 Andrzej Duda Póllandsforseti og Donald Tusk, nýr forsætisráðherra Póllands. EPA Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. Valdaskiptin marka endalok átta ára samfellda stjórnartíð þjóðernisflokksins Laga og réttar, en Tusk og bandamenn hans hafa sagst meðal annars ætla að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Samskipti Póllands og ESB hafa verið mjög stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum. Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í gær atkvæði með því að Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra landsins. Áður hafði Duda veitt Mateusz Morawiecki frá Lögum og rétti, umboð til stjórnarmyndunar, en ríkisstjórn hans naut ekki hins vegar stuðnings meirihluta þings og var Tusk í kjölfarið tilnefndur. Morawiecki hafði gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Ný ríkisstjórn Póllands í forsetahöllinni í Varsjá í morgun.EPA Þingkosningar fóru fram um miðjan októbermánuð og varð strax ljóst að Boraravettvangur, flokkur Tusk, og stuðningsflokkar hans hefðu náð meirihluta. Duda ákvað þó að veita Lögum og rétti fyrst stjórnarmyndunarumboð þó að ljóst væri að flokkurinn nyti ekki stuðnings meirihluta þings. Duda hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi fyrst veita stærsta flokknum á þingi umboðið. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Valdaskiptin marka endalok átta ára samfellda stjórnartíð þjóðernisflokksins Laga og réttar, en Tusk og bandamenn hans hafa sagst meðal annars ætla að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Samskipti Póllands og ESB hafa verið mjög stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum. Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í gær atkvæði með því að Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra landsins. Áður hafði Duda veitt Mateusz Morawiecki frá Lögum og rétti, umboð til stjórnarmyndunar, en ríkisstjórn hans naut ekki hins vegar stuðnings meirihluta þings og var Tusk í kjölfarið tilnefndur. Morawiecki hafði gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Ný ríkisstjórn Póllands í forsetahöllinni í Varsjá í morgun.EPA Þingkosningar fóru fram um miðjan októbermánuð og varð strax ljóst að Boraravettvangur, flokkur Tusk, og stuðningsflokkar hans hefðu náð meirihluta. Duda ákvað þó að veita Lögum og rétti fyrst stjórnarmyndunarumboð þó að ljóst væri að flokkurinn nyti ekki stuðnings meirihluta þings. Duda hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi fyrst veita stærsta flokknum á þingi umboðið. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11