Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 10:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í Reykjavík í gær. Fannar Jónasson bæjarstjóri sagði í kvöldfréttum í gær að boðað hafi verið til fundarins til þess að veita Grindvíkingum tækifæri til að bera fram spurningar. „Við vorum með mjög góða frummælendur hérna sem voru til svara. Það voru málefnalegar spurningar og ég held að svörin hafi líka verið greinargóð. Þannig að þessi fundur skilaði tilgangi sínum og það getur vel verið að við munum endurtaka slíkan atburð.“ Ekki manneklu á Veðurstofunni um að kenna Ein þeirra spurninga sem helst brunnu á Grindvíkingum var hvort þeir gætu haldið jól og áramót heima hjá sér og verið í bænum yfir nótt. Einn íbúi kvað sér hljóðs og sagðist hafa heimildir fyrir því að ástæða þess að ekki megi sofa í Grindavík sé mannekla á Veðurstofu Íslands. Í gærkvöldi var tilkynnt að sérfræðingum á Veðurstofunni verði fjölgað til þess að stórefla eftirlit með Grindavík og Svartsengi. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ sagði í tilkynningu þess efnis. Fannar segir allt annað mál að fólk sofi í bænum en að íbúar og starfsmenn fyrirtækja séu þar yfir daginn. „Það er allt annað mál ef það ætti að fara að gista á svæðinu og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar yrðu að vera tilbúnir, til dæmis um hátíðarnar, þetta er auðvitað fólk sem er með sínar fjölskyldur og vill njóta jólanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt viðbragð sé til staðar,“ segir hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í Reykjavík í gær. Fannar Jónasson bæjarstjóri sagði í kvöldfréttum í gær að boðað hafi verið til fundarins til þess að veita Grindvíkingum tækifæri til að bera fram spurningar. „Við vorum með mjög góða frummælendur hérna sem voru til svara. Það voru málefnalegar spurningar og ég held að svörin hafi líka verið greinargóð. Þannig að þessi fundur skilaði tilgangi sínum og það getur vel verið að við munum endurtaka slíkan atburð.“ Ekki manneklu á Veðurstofunni um að kenna Ein þeirra spurninga sem helst brunnu á Grindvíkingum var hvort þeir gætu haldið jól og áramót heima hjá sér og verið í bænum yfir nótt. Einn íbúi kvað sér hljóðs og sagðist hafa heimildir fyrir því að ástæða þess að ekki megi sofa í Grindavík sé mannekla á Veðurstofu Íslands. Í gærkvöldi var tilkynnt að sérfræðingum á Veðurstofunni verði fjölgað til þess að stórefla eftirlit með Grindavík og Svartsengi. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ sagði í tilkynningu þess efnis. Fannar segir allt annað mál að fólk sofi í bænum en að íbúar og starfsmenn fyrirtækja séu þar yfir daginn. „Það er allt annað mál ef það ætti að fara að gista á svæðinu og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar yrðu að vera tilbúnir, til dæmis um hátíðarnar, þetta er auðvitað fólk sem er með sínar fjölskyldur og vill njóta jólanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt viðbragð sé til staðar,“ segir hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira