„Eigum ekki beint heima í þessari keppni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir er spennt fyrir því að takast á við Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta í kvöld. Markmið landsliðs Íslands er skýrt. Ísland vann þá þrjá leiki sem liðið lék í riðli sínum í keppninni en hana skipa þau lið sem lentu í neðsta sæti síns riðils í riðlakeppninni í síðustu viku. Sigrarnir hafa allir verið nokkuð öruggir og þægilegir. „Já, kannski. Maður fann samt í leiknum við Paragvæ var aðeins meira panik einhvern veginn. Mér fannst við eiga að vera fleiri mörkum yfir og þá kom eitthvað stress í okkur sem gerði það aðeins erfiðara. En manni leið betur á móti Kína.“ segir Elín Rósa en Ísland vann Kína í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í fyrradag með sjö marka mun. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, talaði mikið um að förin á HM væri lærdómsferð, enda Ísland að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í rúman áratug og allir leikmenn nema tveir á slíku móti í fyrsta sinn. Eftir hörkuleiki í riðlinum er ef til vill vert að spyrja hvaða lærdóm leikmenn draga af stórum sigrum gegn lakari liðum líkt og Grænlandi, Paragvæ og Kína. „Ég held að við höfum aðallega lært að við eigum ekki beint heima í þessari keppni. Okkur langaði miklu frekar að vera í milliriðlinum. Við ætluðum að sýna það í keppninni að við ættum heima í milliriðlinum en ekki þessari keppni.“ segir Elín Rósa. Ákveðinn lærdómur sé þá fólginn í því að mæta í leiki sem sterkari aðilinn fyrir fram. „Þetta gefur alveg sjálfstraust og að vinna lið stórt er öðruvísi, eins og eftir stórt tap fyrir Frökkum. Það er fínt að skipta aðeins um hlutverk og vera stóra liðið sem er alveg líka krefjandi.“ segir Elín. Úrslitaleikurinn er fram undan í kvöld. Hvernig leggst hann í Elínu Rósu? „Bara vel, þetta er bara spennandi að spila gegn öðruvísi liðum. Ekki þessi hefðbundni evrópski bolti. Þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til.“ segir Elín. Markmiðin séu skýr. „Já, já. Það er alveg skýrt. Ég held það séu allir sammála því að taka þennan leik.“ Ísland og Kongó mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 „Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30 Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
Ísland vann þá þrjá leiki sem liðið lék í riðli sínum í keppninni en hana skipa þau lið sem lentu í neðsta sæti síns riðils í riðlakeppninni í síðustu viku. Sigrarnir hafa allir verið nokkuð öruggir og þægilegir. „Já, kannski. Maður fann samt í leiknum við Paragvæ var aðeins meira panik einhvern veginn. Mér fannst við eiga að vera fleiri mörkum yfir og þá kom eitthvað stress í okkur sem gerði það aðeins erfiðara. En manni leið betur á móti Kína.“ segir Elín Rósa en Ísland vann Kína í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í fyrradag með sjö marka mun. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, talaði mikið um að förin á HM væri lærdómsferð, enda Ísland að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í rúman áratug og allir leikmenn nema tveir á slíku móti í fyrsta sinn. Eftir hörkuleiki í riðlinum er ef til vill vert að spyrja hvaða lærdóm leikmenn draga af stórum sigrum gegn lakari liðum líkt og Grænlandi, Paragvæ og Kína. „Ég held að við höfum aðallega lært að við eigum ekki beint heima í þessari keppni. Okkur langaði miklu frekar að vera í milliriðlinum. Við ætluðum að sýna það í keppninni að við ættum heima í milliriðlinum en ekki þessari keppni.“ segir Elín Rósa. Ákveðinn lærdómur sé þá fólginn í því að mæta í leiki sem sterkari aðilinn fyrir fram. „Þetta gefur alveg sjálfstraust og að vinna lið stórt er öðruvísi, eins og eftir stórt tap fyrir Frökkum. Það er fínt að skipta aðeins um hlutverk og vera stóra liðið sem er alveg líka krefjandi.“ segir Elín. Úrslitaleikurinn er fram undan í kvöld. Hvernig leggst hann í Elínu Rósu? „Bara vel, þetta er bara spennandi að spila gegn öðruvísi liðum. Ekki þessi hefðbundni evrópski bolti. Þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til.“ segir Elín. Markmiðin séu skýr. „Já, já. Það er alveg skýrt. Ég held það séu allir sammála því að taka þennan leik.“ Ísland og Kongó mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 „Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30 Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04
„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30
Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31