Sektaður fyrir jómfrúarferðina á rafhlaupahjóli kærustunnar í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 10:36 Árekstur rafhlaupahjólsins, sem var af gerðinni Kaabo Wolf Warrior 11, og bílsins varð við Flatahraun 25 í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm/Kaboo Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða 80 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið óskráðu rafhlaupahjóli á gangstétt í Hafnarfirði og verið án ökuréttinda í ágúst 2021. Málið kom upp eftir árekstur rafhlaupahjólsins, sem ekið var á miklum hraða, og bíls. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað 5. ágúst 2021 á gangstétt við Flatahraun í Hafnarfirði. Fóru saksóknarar fram á að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu sektar og að rafhlaupahjólið, sem var að gerðinni, Kaabo Wolf Warrior 11, yrði gert upptækt. Skall í hlið bílsins Í dómi kemur fram að lögreglu hafi lögreglu hafi borist tilkynning um umferðaróhapp við Flatahraun 25 umræddan dag. Þar hafi verið sjáanlegt tjón á vinstri hlið kyrrstæðs bíls og hafi lögregla rætt við ökumann bílsins sem sagðist hafa ekið norður Flatahraun og beygt inn á bílastæði við húsið þegar maður á rafhlaupahjóli hafi komið eftir gangstéttinni á miklum hraða. Hafi ökumaður rafhlaupahjólsins snarhemlað með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf bílsins Deilt um hraða hjólsins Ökumaður bílsins sagði bílinn hafa verið kyrrstæðan þegar slysið varð. Ákærði, ökumaður rafhlaupahjólsins, var hins vegar ekki sammála þessu og sagði ökumann bílsins hafa ekið í veg fyrir sig. Hann hafi þá þurft að snarhemla og hafnað í hlið bílsins. Ökumaður rafhlaupahjólsins sagðist hafa verið á 25 kílómetra hraða, en vitni í málinu sagðist hafa séð ákærða aka norður Flatahraun á gangstétt á „ofsahraða.“ Taldi vitnið að hjólinu hafi verið ekið á um 50 kílómetra hraða. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að hraðinn hafi verið rúmlega 40 kílómetrar á klukkustund í aðdraganda slyssins. Var á hjóli kærustunnar í fyrsta sinn Ákærði í málinu neitaði sök og vísaði til þess að hjólið væri í flokki léttra bifhjóla og falli því undir undanþáguákvæði umferðarlaga. Hann sagðist hafa í umrætt sinn verið að nota hjólið í fyrsta sinn, en það hafi verið í eigu kærustu hans sem hafi fest kaup á því fjórum dögum fyrir atvikið. Hann hafi talið hámarkshraða hjólsins verið 25 kílómetrar á klukkustund, enda hafi það verið skilaboðin sem hafi borist frá seljanda hjólsins. Á heimasíðu framleiðanda kemur hins vegar fram að hámarkshraði hjólsins sé 80, en stillingar séu mismundandi. Sakfelldur en hjólið ekki gert upptækt Maðurinn var sakfelldur í málinu og segir í dómi að hjólið sé skráningarskylt og ekki heimilt að aka slíkum hjólum án sérstakra réttinda. Ennfremur sé kveðið svo á um í umferðarlögum að óheimilt sé að aka eftir gangstétt, göngustíg, hjólastíg og göngugötu, en ágreiningslaust væri að maðurinn hafi ekið rafhjólinu á gangstétt líkt og lýst hafi verið í ákæru. Ákæruvaldið fór jafnframt fram á upptöku hjólsins. Í dómi segir að fáheyrt sé að ökutæki séu með dómi gerð upptæk vegna brota á umferðarlögum. Er vísað til þess að í umferðarlögum komi fram að unnt sé að gera upptækt vélknúið ökutæki vegna stórfellds eða ítrekaðs brots á ákvæðum laganna. „Upptaka ökutækis er afar íþyngjandi úrræði sem túlka ber þröngt og ber þar einkum að horfa til þeirrar háttsemi sem sakfellt er vegna. Að þessu virtu þykja hér engin efni til þess að fallast á kröfu ákæruvalds um að bifhjólið verði gert upptækt til ríkissjóðs og er kröfunni hafnað,“ segir í dómnum. Dómari mat hæfilega sekt vera 80 þúsund krónur sem greiða skal til ríkissjóða innan fjögurra vikna. Málsvarðarlaun skipaðs verjanda skuli ákærður greiða til hálfs og ríkissjóður til hálfs. Dómsmál Hafnarfjörður Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað 5. ágúst 2021 á gangstétt við Flatahraun í Hafnarfirði. Fóru saksóknarar fram á að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu sektar og að rafhlaupahjólið, sem var að gerðinni, Kaabo Wolf Warrior 11, yrði gert upptækt. Skall í hlið bílsins Í dómi kemur fram að lögreglu hafi lögreglu hafi borist tilkynning um umferðaróhapp við Flatahraun 25 umræddan dag. Þar hafi verið sjáanlegt tjón á vinstri hlið kyrrstæðs bíls og hafi lögregla rætt við ökumann bílsins sem sagðist hafa ekið norður Flatahraun og beygt inn á bílastæði við húsið þegar maður á rafhlaupahjóli hafi komið eftir gangstéttinni á miklum hraða. Hafi ökumaður rafhlaupahjólsins snarhemlað með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf bílsins Deilt um hraða hjólsins Ökumaður bílsins sagði bílinn hafa verið kyrrstæðan þegar slysið varð. Ákærði, ökumaður rafhlaupahjólsins, var hins vegar ekki sammála þessu og sagði ökumann bílsins hafa ekið í veg fyrir sig. Hann hafi þá þurft að snarhemla og hafnað í hlið bílsins. Ökumaður rafhlaupahjólsins sagðist hafa verið á 25 kílómetra hraða, en vitni í málinu sagðist hafa séð ákærða aka norður Flatahraun á gangstétt á „ofsahraða.“ Taldi vitnið að hjólinu hafi verið ekið á um 50 kílómetra hraða. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að hraðinn hafi verið rúmlega 40 kílómetrar á klukkustund í aðdraganda slyssins. Var á hjóli kærustunnar í fyrsta sinn Ákærði í málinu neitaði sök og vísaði til þess að hjólið væri í flokki léttra bifhjóla og falli því undir undanþáguákvæði umferðarlaga. Hann sagðist hafa í umrætt sinn verið að nota hjólið í fyrsta sinn, en það hafi verið í eigu kærustu hans sem hafi fest kaup á því fjórum dögum fyrir atvikið. Hann hafi talið hámarkshraða hjólsins verið 25 kílómetrar á klukkustund, enda hafi það verið skilaboðin sem hafi borist frá seljanda hjólsins. Á heimasíðu framleiðanda kemur hins vegar fram að hámarkshraði hjólsins sé 80, en stillingar séu mismundandi. Sakfelldur en hjólið ekki gert upptækt Maðurinn var sakfelldur í málinu og segir í dómi að hjólið sé skráningarskylt og ekki heimilt að aka slíkum hjólum án sérstakra réttinda. Ennfremur sé kveðið svo á um í umferðarlögum að óheimilt sé að aka eftir gangstétt, göngustíg, hjólastíg og göngugötu, en ágreiningslaust væri að maðurinn hafi ekið rafhjólinu á gangstétt líkt og lýst hafi verið í ákæru. Ákæruvaldið fór jafnframt fram á upptöku hjólsins. Í dómi segir að fáheyrt sé að ökutæki séu með dómi gerð upptæk vegna brota á umferðarlögum. Er vísað til þess að í umferðarlögum komi fram að unnt sé að gera upptækt vélknúið ökutæki vegna stórfellds eða ítrekaðs brots á ákvæðum laganna. „Upptaka ökutækis er afar íþyngjandi úrræði sem túlka ber þröngt og ber þar einkum að horfa til þeirrar háttsemi sem sakfellt er vegna. Að þessu virtu þykja hér engin efni til þess að fallast á kröfu ákæruvalds um að bifhjólið verði gert upptækt til ríkissjóðs og er kröfunni hafnað,“ segir í dómnum. Dómari mat hæfilega sekt vera 80 þúsund krónur sem greiða skal til ríkissjóða innan fjögurra vikna. Málsvarðarlaun skipaðs verjanda skuli ákærður greiða til hálfs og ríkissjóður til hálfs.
Dómsmál Hafnarfjörður Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira