Hópur bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi mótmæla vindmyllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2023 21:03 Gunnar Örn að ræða við starfsmenn wpd á Íslandi, sem voru með kynningu á verkefninu fyrir íbúa í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel. Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent