Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2023 18:45 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í búningsklefa sundlaugar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira