„Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. desember 2023 22:43 Maté Dalmay á ærið verkefni fyrir höndum á æfingum í jólafríinu Vísir/Anton Brink Eftir jafnan fyrri hálfleik í viðureign Grindavíkur og Hauka í Subway-deild karla var engu líkara en allur vindur væri úr gestunum í þeim seinni. Grindvíkingar kláruðu leikinn nokkuð örugglega og höfðu tæplega 20 stiga sigur, lokatölur í Smáranum 89-75. Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira